Rafsígarettur

Vilja að rafsígarettur falli undir tóbaksvarnalög

Samstarf félagasamtaka í forvörnum, SAFF, vill að brugðist sé við aukinni notkun rafsígaretta meðal ungmenna sem nýjar rannsóknir sýna. Samkvæmt þeim hafa rúmlega 25% nemenda í 10. bekk prófað rafrettur í ár, sem er um 11% aukning frá því í fyrra. Leggja samtökin til að rafrettur falli undir tóbaksvarnalög, m.a. til þess að takmarka aðgang barna og ungmenna að þeim og vernda þá sem ekki hafa áhuga á að anda að sér nikótíni og öðrum óæskilegum efnum frá rafsígarettum.

SAFF bendir á að góður árangur hefur náðst hér á landi í að ná niður tóbaksreykingum ungmenna þannig að vakið hefur heimsathygli. Þess vegna sé það áhyggjuefni að notkun á rafrettum skuli á stuttum tíma hafa náð svona mikilli útbreiðslu meðal unga fólksins. Mikilvægt sé að bregðast fljótt við, m.a. í ljósi rannsókna sem sýna að unglingar sem nota rafsígarettur eru líklegri til þess að leiðast út í sígarettureykingar og aðra tóbaksneyslu. Markaðssetning á rafsígarettum beinir einnig spjótum að ungmennum í umtalsverðum mæli, m.a. með notkun bragðefna. Þótt rafsígarettur kunni að gagnast þeim sem vilja losna við aðra skaðlega notkun nikótíns þá er sú þróun sem við blasir varðandi rafsígarettur ógnun við góðan árangur í tóbaksvörnum meðal ungmenna og kallar á tafarlaus viðbrögð.

Deila þessari frétt

Nýlegar fréttir

Safn

Flokkar

Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.