Í yfirlýsingu sem birt er á vefsíðu hópsins segir að Ísland hafi í áratugi verið þekkt fyrir að sporna gegn áfengisnotkun barna og ungmenna. Stór þáttur í þessum árangri sé að á Íslandi er takmarkað aðgengi að áfengi, meðal annars ríkisrekin áfengisverslun, takmarkaður opnunartími og 20 ára aldursmark til áfengiskaupa.
Það sé því merkilegt að fylgjast með því hve ákveðnir aðilar í stjórnkerfinu leggi mikla áherslu á að auka aðgengi að áfengi. ,,Það vill gleymast að með því eykst aðgengi í raun ekki bara fyrir fullorðna, heldur líka fyrr börn og ungmenni þar sem netsala áfengis á greiða leið til þeirra.
Samanhópurinn er skipaður fulltrúum 25 sveitarfélaga, stofnana og félagasamtaka og hefur starfað frá árinu 1999.