Loksins komin lög um rafsígarettur. Sambærilegar reglur um sölu þeirra og sölu sígaretta.

Ný lög um rafsígarettur og áfyllingar fyrir þær taka gildi í dag. Í lögunum er kveðið á um innflutning, markaðssetningu, notkun og öryggi vörunnar og ráðstafanir til að sporna við notkun barna á rafsígarettum. Engin sérlög hafa gilt um rafsígarettur fyrr en nú.

Kannanir hafa sýnt að það eru fyrst og fremst börn og ungmenni sem nota rafsígarettur og lögin ekki síst til komin til þess að verja þau. Lögin sem nú hafa tekið gildi eru mjög afdráttarlaus hvað þetta varðar en í þeim segir orðrétt í grein 7: Rafrettur og áfyllingar má hvorki selja né afhenda börnum. Bann þetta skal vera öllum ljóst þar sem rafrettur og áfyllingar eru seldar. Leiki vafi á um aldur kaupanda rafrettna eða áfyllinga getur sala því aðeins farið fram að hann sýni með skilríkjum fram á að hann sé orðinn 18 ára. Þeir einir sem orðnir eru 18 ára mega selja rafrettur og áfyllingar.

Samkvæmt nýju lögunum skal ráðherra setja reglugerð með nánari ákvæðum um gæði, öryggi og innihaldslýsingar og tekur reglugerðin gildi 1. júní. Með henni er þeim sem flytja inn rafsígarettur og áfyllingar gefinn frestur til að laga sig að kröfum reglugerðarinnar varðandi merkingar umbúða. Á umbúðirnar þarf að setja merkingar um að níkótín sé mjög ávanabindandi.

Við værum þakklát ef þú deilir þessarri frétt ...

Nýlegar fréttir

Safn

Flokkar