Fréttir
Ekki boðlegt að lögreglan hunsi kæru ÁTVR út í hið óendanlega.
,,Forvarnarsamtök fagna því að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin láti sig varða fyrirkomulag áfengissölu á Íslandi og vísi í því samhengi til lögreglukæru sem enga niðurstöðu hafi hlotið. Af þessu tilefni vilja forvarnarsamtök enn árétta margítrekaðar beiðnir til lögreglunnar um að leiða til lykta kærur sem ÁTVR lagði fram á hendur netsölu fyrir tæpum 5 árum, eða þann 16. júní 2020, netsölu sem selur í smásölu beint af innlendum lager til neytenda. Með [...]
Almannaheillasamtök gegna mikilvægu hlutverki við að draga úr afleiðingum Covid-faraldursins.
Almannaheillasamtök gegna mikilvægu hlutverki við að draga úr afleiðingum Covid-faraldursins. Yfirlýsing frá Almannaheillum: Almannaheill, regnhlífasamtök þriðja geirans, hvetja aðildarfélög sín, önnur félagasamtök, fyrirtæki og stofnanir og allan almenning til að leggjast á sveif með yfirvöldum í að draga úr áhrifum veirufaraldursins og fylla í þau skörð sem ekki er á færi opinberra aðila að fylla. Eftir því sem líður á tíma Covid-faraldursins skýrast afleiðingar hans [...]
Aukum ekki aðgengi að áfengi á meðan á Covidfaraldrinum stendur!
Aukum ekki aðgengi að áfengi á meðan á Covidfaraldrinum stendur! „Áfengis er neytt í miklu magni í Evrópu og skilur eftir sig of mörg fórnarlömb. Við Covid-19 heimsfaraldurinn ættum við að leiða hugann að því hvaða áhætta fylgir því að fólk dvelji innilokað á heimilum sínum með efni sem er skaðlegt bæði hvað varðar heilsufar og skaðleg áhrif á hegðun fólks á aðra, þar á [...]
Forvarnir eru alvörumál!
Forvarnir eru alvörumál! Ávana- og vímuefnaforvarnir eru lifandi og síkvikt viðfangsefni. Markmið þeirra og inntak er að bæta lífsgæði fólks og firra samfélagið kostnaði sem fylgir ávana- og vímuefnaneyslu. Birtingarform viðfangsefnisins eru ekki ávallt þau sömu og ný þekking á áhrifaþáttum hennar hefur áhrif á þær leiðir sem lögð er áhersla á hverju sinni og ýmsar samfélagsbreytingar kalla á breytta nálgun í forvörnum. Meðal brýnna [...]
Leyfilegt vínandamagn í blóði ökumanna lækkað í nýjum umferðarlögum
Leyfilegt vínandamagn í blóði ökumanna lækkað í nýjum umferðarlögum Um áramótin taka gildi ný umferðarlög sem samþykkt voru á Alþingi í júní síðastliðnum. Í nýju lögunum felast ýmsar breytingar sem Samgöngustofa hefur tekið saman á vef sínum. Meðal þess sem breytist með tilkomu nýju laganna er að leyfilegt vínandamagn í blóði ökumanna lækkar úr 0,5 prómillum í 0,2 prómill. Refsimörk verða þó áfram miðuð við 0,5 [...]
Vika 43 – lífsstíll og sjálfsmynd
Vika 43 Vika 43 - lífsstíll og sjálfsmynd Vika 43 er forvarnaverkefni Samstarfsráðs um forvarnir en einmitt í 43. viku ársins, sem nú er dagana 20. - 26. október, er vakin athygli á ýmsu er varðar forvarnir meðal barna og ungmenna. Að þessu sinni er áherslan á lífsstíl og sjálfsmynd og vakin athygli á því starfi með ungu fólki sem lítur [...]
Áskorun til þingmanna
Áfengisfrumvarpið Áskorun til þingmanna Samstarfsráð um forvarnir samþykkti nýlega ályktun vegna frumvarps um að afleggja einkaleyfi Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins (ÁTVR) á smásölu áfengis og gefa smásölu áfengis frjálsa að ákveðnu marki. Í samþykktinni, sem send var sem áskorun til þingmanna, stendur m.a. „Hér er um að ræða tillögu sem varðar mikla samfélagslega hagsmuni. Við förum þess á leit að fulltrúar okkar á [...]
Áfengi í matvöruverslanir; gegn lýðheilsumarkmiðum?
Áfengisfrumvarpið Áfengi í matvöruverslanir; gegn lýðheilsumarkmiðum? Unnið er að frumvarpi til laga um að heimila sölu áfengis í verslunum á Íslandi. Embætti landlæknis bendir á að taka þurfi tillit til niðurstaðna rannsókna og leiðbeininga Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) áður en slíkar ákvarðanir eru teknar. Landlæknisembættið segir að vanda þurfi til verka áður en ákvarðanir eru teknar um sölu áfengis í verslunum. Áfengi sé [...]
Síðasti fundur Náum áttum í vetur
Náum áttum Síðasti fundur Náum áttum í vetur Á síðasta Náum áttum fundi vetrarins, miðvikudaginn 14. maí n.k., verður fjallað um barnafátækt á Íslandi. Fyrirlesarar að þessu sinni verða þær Margrét Júlía Rafnsdóttir, verkefnastjóri hjá Barnaheillum - Save the Children á Íslandi, sem fjallar um barnafátækt - brot á mannréttindum barna, Elísabet Karlsdóttir, félagsráðgjafi, MA. verkefnastjóri RBF fjallar um aðstæður reykvískra [...]
Hert löggjöf um ölvunarakstur
Ölvunarakstur Hert löggjöf um ölvunarakstur Alsherjarnefnd hefur afgreitt þingsályktunartillögu sem felur meðal annars í sér að skoða lækkun refsimarka ölvunaraksturs úr 0,5 prómillum í 0,2. Sex þingmenn Framsóknarflokksins mæltu fyrir tillögunni og var hún samþykkt einróma í Alsherjarnefnd í síðustu viku. Nefndin leggur til þess að þingsályktunartillagan verði samþykkt. Hún hljóðar svo: Alþingi ályktar að fela innanríkisráðherra að láta yfirfara viðurlög við [...]
Náum áttum – Úti alla nóttina …
Náum áttum Náum áttum - Úti alla nóttina ... Næsti morgunverðarfundur 12. mars nk tekur fyrir málefni sem varða næturlíf og neyslu í íslensku samfélagi. Erindi flytja þau Jóhann Karl Þórisson - aðalvarðstjóri Lögreglustöð miðborgar "...uns dagur rennur á ný", Eydís Blöndal - varaformaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema, "hvað segir unga fólkið um næturlífið?" og Sveinbjörn Kristjánsson - sérfræðingur frá Embætti landlæknis "áfengisneysla Íslendinga og [...]
Hert tóbaksvarnalög
Tóbak Hert tóbaksvarnalög Evrópuþingið samþykkti í gær lög um verulega hertar tóbaksvarnir í ríkjum Evrópusambandsins. Reglurnar taka líka gildi hér á landi. Þessi dagur markar þáttaskil í tóbaksvörnum í Evrópu og varðar brautina fyrir tóbakslausa Evrópu, segir Archie Turnbull sem lengi hefur barist fyrir tóbaksvörnum. Meirihluti tóbakspakkans verður þakinn áróðri gegn reykingum og bragðefni eins og mentól verður bannað. Evrópuþingið samþykkti [...]
Áfengis- og vímuakstur þrefaldast á fimm árum
Ölvunarakstur Áfengis- og vímuakstur þrefaldast á fimm árum Fjórðung banaslysa má rekja til þess að ökumaðurinn var undir áhrifum lyfja, fíkniefna eða áfengis. Nærri þrefalt fleiri voru teknir fyrir lyfja- eða fíkniefnaakstur í fyrra en fimm árum áður. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skráði hjá sér 331 skipti þar sem ökumaður var tekinn og reyndist vera undir áhrifum fíkniefna- eða lyfja árið 2008. [...]
Vilja aðhaldsaðgerðir í áfengis- og fíkniefnamálum
Áfengis- og fíkniefnamál Vilja aðhaldsaðgerðir í áfengis- og fíkniefnamálum Heilbrigðisráðherra hefur samþykkt stefnuyfirlýsingu í áfengis- og fíkniefnamálum til 2020 „Stefna og aðgerðir skulu byggjast á bestu fáanlegu vísindagögnum um skilvirkni og hagkvæmni," segir meðal annars í nýrri stefnuyfirlýsingu stjórnvalda í áfengis- og vímuvörnum. Nýja stefnan gildir til ársins 2020 og hefur verið samþykkt af Kristjáni Þór Júlíussyni, heilbrigðisráðherra. Stefnunni er meðal annars ætlað að tryggja [...]
Brotthvarf úr framhaldsskólum, íslenskur veruleiki
Brotthvörf Brotthvarf úr framhaldsskólum, íslenskur veruleiki Á fræðslufundi Náum áttum þann 8. nóvember 2010 var fjallað um „Áhrif niðurskurðar til framhaldsskóla á brottfall“, þar sem kynntar voru niðurstöður rannsókna R&G, staðan í Fjölbrautarskólanum við Ármúla og fræðilegur fyrirlestur um hvaða stuðning nemendur í brottfallshættu þurfa. Sjá nánar á slóðinni heimasíðu Náum áttum. Á fyrsta fundi ársins 2014 er ætlunin að fjalla aftur [...]
Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.




