Náum áttum

Síðasti fundur Náum áttum í vetur

Á síðasta Náum áttum fundi vetrarins, miðvikudaginn 14. maí n.k., verður fjallað um barnafátækt á Íslandi.  Fyrirlesarar að þessu sinni verða þær Margrét Júlía Rafnsdóttir, verkefnastjóri hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi, sem fjallar um barnafátækt – brot á mannréttindum barna, Elísabet Karlsdóttir, félagsráðgjafi, MA. verkefnastjóri RBF fjallar um aðstæður reykvískra barnafjölskyldna og erindi Vilborgar Oddsdóttur, félagsráðgjafa hjá Hjálparstofnun kirkjunnar, heitir „Hver er svo raunveruleikinn“?.   Fundarstjóri verður Steinunn Bergmann félagsráðgjafi.

Að venju verður morgunverðarfundurinn á Grand Hótel í Reykjavík og hefst kl. 08.15 og er opinn öllum sem áhuga hafa. Aðgangseyrir eru 2000 kr. með morgunverði en betra er að fólk skrái komu sína á fundinn á heimasíðu Náum áttum.

Deila þessari frétt

Nýlegar fréttir

Safn

Flokkar

Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.