Ölvunarakstur

Áfengis- og vímuakstur þrefaldast á fimm árum

Fjórðung banaslysa má rekja til þess að ökumaðurinn var undir áhrifum lyfja, fíkniefna eða áfengis. Nærri þrefalt fleiri voru teknir fyrir lyfja- eða fíkniefnaakstur í fyrra en fimm árum áður.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skráði hjá sér 331 skipti þar sem ökumaður var tekinn og reyndist vera undir áhrifum fíkniefna- eða lyfja árið 2008. Fimm árum seinna, eða í fyrra, var fjöldinn orðinn 818, nærri þrefalt fleiri. Á árunum 2008 til 2012 fórust 58 manns i 55 slysum í umferðinni. Í fjórtán þessara slysa var orsök slysanna sú að ökumenn undir áhrifum áfengis, fíkniefna eða lyfja, segir Ágúst Mogensen hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa.

„Það er mjög algengt að sjá í þessum slysum að ökumenn sofna eða dotta undir stýri og við fullyrðum það að ökumenn eru í óökuhæfu ástandi undir áhrifum áfengis og lyfja. Viðbragð skerðist, viðbragðstími, hemlun, að stjórna ökutækinu, allt þetta hefur neikvæðar afleiðingar,“ segir Ágúst.

mbl.is 13. febrúar 2014

Deila þessari frétt

Nýlegar fréttir

Safn

Flokkar

Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.