Ölvunarakstur
Áfengis- og vímuakstur þrefaldast á fimm árum
Fjórðung banaslysa má rekja til þess að ökumaðurinn var undir áhrifum lyfja, fíkniefna eða áfengis. Nærri þrefalt fleiri voru teknir fyrir lyfja- eða fíkniefnaakstur í fyrra en fimm árum áður.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skráði hjá sér 331 skipti þar sem ökumaður var tekinn og reyndist vera undir áhrifum fíkniefna- eða lyfja árið 2008. Fimm árum seinna, eða í fyrra, var fjöldinn orðinn 818, nærri þrefalt fleiri. Á árunum 2008 til 2012 fórust 58 manns i 55 slysum í umferðinni. Í fjórtán þessara slysa var orsök slysanna sú að ökumenn undir áhrifum áfengis, fíkniefna eða lyfja, segir Ágúst Mogensen hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa.
„Það er mjög algengt að sjá í þessum slysum að ökumenn sofna eða dotta undir stýri og við fullyrðum það að ökumenn eru í óökuhæfu ástandi undir áhrifum áfengis og lyfja. Viðbragð skerðist, viðbragðstími, hemlun, að stjórna ökutækinu, allt þetta hefur neikvæðar afleiðingar,“ segir Ágúst.
mbl.is 13. febrúar 2014
Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.