Náum áttum
Náum áttum – Úti alla nóttina …
Næsti morgunverðarfundur 12. mars nk tekur fyrir málefni sem varða næturlíf og neyslu í íslensku samfélagi. Erindi flytja þau Jóhann Karl Þórisson – aðalvarðstjóri Lögreglustöð miðborgar „…uns dagur rennur á ný“, Eydís Blöndal – varaformaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema, „hvað segir unga fólkið um næturlífið?“ og Sveinbjörn Kristjánsson – sérfræðingur frá Embætti landlæknis „áfengisneysla Íslendinga og áhrif hennar á annan en neytandann 2001 – 2013“. Þær samantektir sem koma frá lögreglu og Embætti landlæknis eru nýlegar en talsverð umræða hefur verið undanfarið um skemmtanahaldið í miðborginni. Fundurinn hefst kl. 08.15 á Grand hótel miðvikudaginn 12. mars nk. Fundurinn er opinn öllum á meðan húsrúm leyfir.
Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.