Vika 43
Vika 43 – lífsstíll og sjálfsmynd
Vika 43 er forvarnaverkefni Samstarfsráðs um forvarnir en einmitt í 43. viku ársins, sem nú er dagana 20. – 26. október, er vakin athygli á ýmsu er varðar forvarnir meðal barna og ungmenna. Að þessu sinni er áherslan á lífsstíl og sjálfsmynd og vakin athygli á því starfi með ungu fólki sem lítur að lífsstíl og félagsstarfi barna og unglinga í heimabyggð. Að Samstarfsráðinu standa 23 félagasamtök og stærstu hreyfingar landsins sem sinna íþrótta-, æskulýðs- og félagsstarfi meðal barna og fjölmörg önnur frjáls félagasamtök foreldra, klúbba, kvenfélaga og forvarna. Verkefnið er nánar útlistað á heimasíðunni www.vika43.is.
Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.