Áfengisfrumvarpið

Áskorun til þingmanna

Samstarfsráð um forvarnir samþykkti nýlega ályktun vegna frumvarps um að afleggja einkaleyfi Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins (ÁTVR) á smásölu áfengis og gefa smásölu áfengis frjálsa að ákveðnu marki.  Í samþykktinni, sem send var sem áskorun til þingmanna, stendur m.a. „Hér er um að ræða tillögu sem varðar mikla samfélagslega hagsmuni. Við förum þess á leit að fulltrúar okkar á Alþingi tryggi henni vandaða málsmeðferð sem byggir á langtímastefnumörkun í forvörnum og lýðheilsu“. Í lok textans segir „Við förum þess á leit að fulltrúar okkar á Alþingi kynni sér af kostgæfni möguleg áhrif frumvarpsins á lýðheilsu og þjóðarhag og byggi afgreiðslu þess á rannsóknum, ráðgjöf og upplýsingum sérfræðinga í lýðheilsumálum, áfengis- og vímuefnamálum og, ekki síst, þeirra sem sinna málefnum ungmenna…  Stjórnvöld, sveitarfélög og fjölmörg almannasamtök hafa með stefnumörkun og beinum aðgerðum unnið markvisst að því að draga úr áfengisneyslu íslenskra ungmenna með góðum árangri. Þeim árangri má ekki stofna í hættu. Við hvetjum því alþingismenn til þess að fella frumvarpið eða vísa því til ofangreindra nefnda til umfjöllunar“.

Deila þessari frétt

Nýlegar fréttir

Safn

Flokkar

Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.