Fréttir2025-03-11T12:28:43+00:00

Fréttir

1806, 2025

Hálfur áratugur liðinn frá kæru ÁTVR vegna ólöglegrar netsölu áfengis. Enn hefur ekkert gerst. Óskiljanlegur seinagangur og sorglegur vitnisburður um vanvirka stjórnsýslu og meðvirk stjórnvöld að mati forvarnasamtaka.

Þann 16. júní 2025, voru nákvæmlega fimm ár síðan ÁTVR kærði ólöglega netsölu til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Netsölu sem er ólögleg því hún selur áfengi í smásölu af lager á Íslandi til neytenda. Lögreglan hefur ekki klárað þetta samfélagslega mikilvæga mál á fimm árum, hálfum áratug. Engar skýringar hafa verið gefnar á því. Á meðan spretta upp ólöglegar áfengissölur og selja fyrir milljarða króna og hirða þannig fjármagn sem betur [...]

1303, 2025

Frábær fundur með félags- og húsnæðismálaráðherra – Velferð barna fer ekki saman við aukið aðgengi að áfengi.

Fulltrúar Breiðfylkingar forvarnasamtaka áttu í gær, 12. mars 2025, góðan fund með Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, um samspil lýðheilsu, velferðar barna og stóraukinnar netsölu áfengis á Íslandi. Rætt var um félagslegar afleiðingar óhóflegrar áfengisneyslu s.s. vanrækslu barna, ofbeldis í nánum samböndum og meðal hópa barna, örorku, fötlunar, minni framleiðni, slysa- og sjúkdómabyrði. Þá er neysla áfengis oft upptaktur að fíkniefnaneyslu barna- og ungmenna. Ráðherrann tók hópnum fagnandi og [...]

703, 2025

Skammt að bíða niðurstöðu í kæru vegna ólöglegrar netsölu áfengis.

Fulltrúar Breiðfylkingar forvarnasamtaka áttu í fyrradag (5. mars 2025) góðan og upplýsandi fund með Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, ásamt fulltrúum frá ákærusviði embættisins, um stöðu kæru sem ÁTVR lagði fram á hendur aðilum sem selja áfengi í smásölu og afhenda neytendum beint af lager sem er á Íslandi, fyrir tæpum 5 árum, eða þann 16. júní 2020. Í bréfi samtakanna frá 14. febrúar síðastliðnum, þar sem óskað er [...]

2702, 2025

Sandra nýr formaður FRÆ.

Á aðalfundi FRÆ, sem haldinn var 24. Febrúar síðastliðinn, urðu formannaskipti í FRÆ. Sandra Heimisdóttir var þar kjörin formaður í stað Heimis Óskarssonar, sem verið hefur formaður frá árinu 2015. Þar áður var Heimir í stjórn félagsins frá árinu 2012. Önnur í stjórn FRÆ voru kjörin: Linda Björg Þorgilsdóttir, Guðlaug Birna Guðjónsdóttir, Heimir Óskarsson og Aðalsteinn Gunnarsson. Sandra hefur setið í stjórn FRÆ frá árinu 2017 og þekkir því vel [...]

2602, 2025

Heilbrigðisráðherra afdráttarlaus um áfengismálin.

Alma Möller, heilbrigðisráðherra, var afar skýr í máli í viðtali á Rás tvö í dag (26. febrúar) um mikilvægi einkasölu ríkisins á áfengi. Hún tekur þar við keflinu af fyrrverandi heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórssyni, sem einnig var á sama máli. Alma lýsti í viðtalinu yfir afdráttarlausum stuðningi við núverandi fyrirkomulag á smásölu áfengis og varaði við því að markaðsöflin tækju hana yfir. Þar vísaði hún meðal annars í nýja [...]

2301, 2025

Húsfyllir á morgunfundi Náum áttum.

Húsfyllir var á morgunfundi Náum áttum sem haldinn var 22. janúar síðastliðinn. Yfirskrift fundarins var: Ungmenni og vímuefnaneysla. Fyrirlesarar voru: Jóna Margrét Ólafsdóttir, lektor á Félagsvísindasviði Háskóla Íslands, sem fjallaði um áhrif vímuefnaneyslu unglinga á félagslega heilsu þeirra og virkni og Lára Sigurðardóttir, læknir á Vogi, sem fjallaði um áhrif áfengis og taugakerfi ungmenna. Silja Jónsdóttir,  sálfræðingur barna og unglinga sem eiga foreldri með fíknivanda hjá SÁÁ  og Bjarki Jóhannsson [...]

2611, 2024

Ávana- og vímuefnamál á Fundi fólksins.

Á lýðræðishátíðinni Fundi fólksins, sem haldinn verður haldinn í Hörpunni föstudaginn 29. nóvember næstkomandi, verður meðal annars á dagskrá málstofa um ávana- og vímuefnamál. Yfirskrift fundarins er Ávana- og vímuefni – áskoranir í forvörnum. Er baráttan töpuð? Fundurinn er öllum opinn og ekki þarf að skrá sig. Umræðustjóri er Árni Einarsson, framkvæmdastjóri Fræðslu og forvarna-félags áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu. Þátttakendur í umræðuhópnum eru: Árni Guðmundsson, formaður Foreldrasamtaka gegn [...]

2211, 2024

Norræna áfengisstefnan er sjálfbær leið til lýðheilsu.

Í áratugi hafa Norðurlöndin verið leiðandi í áfengisstefnu þar sem lýðheilsa, öryggi og samfélagsleg velferð er í forgangi. Há gjöld á áfengi, auglýsingabann og ríkisstýring á smásölu áfengis eru hornsteinar þessarar stefnu. Með þessari stefnu hefur tekist að halda áfengisneyslu tiltölulega lágri og draga úr þeirri byrði sem tjón vegna hennar veldur samfélaginu. Á aðalfundi  NordAN sem haldinn var í Osló 7. nóvember síðastliðinn var samþykkt ályktun þar sem [...]

2011, 2024

Villta vestrið í áfengissölu og notkun nikótínpúða stóreykst -Svör framboða til alþingiskosninga 2024 um nikótínpúða og ÁTVR.

Forvarnarsamtökum hafa borist svör við tveimur spurningum sem sendar voru í lok október til framboða sem bjóða fram á landsvísu til Alþingis þann 30. nóvember n.k. Spurningarnar tengjast mikilvægum lýðheilsumálum sem hafa verið áberandi í samfélagsumræðu síðustu mánaða og ára. Spurt var: Telur flokkur þinn rétt að stemma stigu við aukinni notkun nikótínpúða meðal barna og ungmenna? Ef já, til hvaða aðgerða viltu að stjórnvöld grípi? Vill flokkur þinn [...]

1410, 2024

Bús og bleikur október.

Það var ótrúlega ósmekklegt af dómsmálaráðherra að kynna, og leggja í samráðsgátt, frumvarp um að heimila einkaaðilum vefsölu á áfengi á sama tíma og Krabbameinsfélagið hleypti af stokkunum Bleiku slauf­unni, ár­legu ár­vekni- og fjár­öfl­un­ar­átaki félagsins í októbermánuði, til­einkað bar­átt­unni gegn krabba­meini hjá kon­um. Frumvarp ráðherrans felur í sér aukið aðgengi að áfengi sem reikna má með að leiði af sér aukna áfengisneyslu sem gengur þvert gegn áherslum og ábendingum [...]

210, 2024

Endurmetum umræðuna og goðsagnirnar um áfengi.

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hleypir í dag af stokkunum verkefninu Redefine alcohol for a healthier, safer, and happier Europe. Verkefnið, sem stendur yfir mánuðina október og nóvember, er liður í átaki sem hófst árið 2022 (WHO/EU Evidence into Action Alcohol Project (EVID-ACTION)) og hefur að markmiði að kynna rannsóknarniðurstöður sem leggja má til grundvallar opinberri stefnu í þeirri viðleitni að sporna gegn áfengistengdum vanda í ríkjum Evrópu, meðal annars með krabbameinsforvarnir [...]

2708, 2024

Skora á yfirvöld að hvika í engu frá samþykktri lýðheilsustefnu til ársins 2030 og markmiðum gildandi laga um um einkasölu ÁTVR á áfengi.

FRÆ-fræðsla og forvarnir eru meðal fimmtán félagasamtaka sem vinna að forvörnum og heilsueflingu og félaga heilbrigðisstétta á Íslandi sem hvetja stjórnvöld til þess að bregðast við netsölu áfengis í áskorun sem send var alþingismönnum, ráðherrum og fjölmiðlum í gær, 26. ágúst 2024. Í áskoruninni taka félögin undir orð heilbrigðisráðherra um þá yfirstandandi ógn sem nú steðjar að grundvallarmarkmiðum lýðheilsu vegna meintrar ólöglegrar netsölu áfengis, sem [...]

707, 2024

Forsendur lýðheilsu séu virtar á borði en ekki einungis í orði.

Fulltrúar Breiðfylkingar forvarnasamtaka áttu góðan fund með Sigurði Inga Jóhannssyni, fjármála- og efnahagsráðherra 3. júlí síðastliðinn um ólöglega netsölu áfengis. Þökkuðu fulltrúarnir honum fyrir að hafa brugðist við og sent  lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu erindi vegna netsölunnar þar sem meðal annars er vakin athygli á að hún kunni að fela í sér brot á lögum, enda smásala áfengis bönnuð öðrum en ÁTVR. Ráðherrann var hvattur til þess að fylgja málin eftir, einnig [...]

2906, 2024

Samanhópurinn vill afstýra því að netsala áfengis verði heimiluð. Veljum umhyggju í stað frjálshyggju og segjum nei við auknu aðgengi að áfengi.

Í yfirlýsingu sem birt er á vefsíðu hópsins segir að Ísland hafi í áratugi verið þekkt fyrir að sporna gegn áfengisnotkun barna og ungmenna. Stór þáttur í þessum árangri sé að á Íslandi er takmarkað aðgengi að áfengi, meðal annars ríkisrekin áfengisverslun, takmarkaður opnunartími og 20 ára aldursmark til áfengiskaupa. Það sé því merkilegt að fylgjast með því hve ákveðnir aðilar í stjórnkerfinu leggi mikla [...]

2706, 2024

Samræmast fjárfestingar í áfengisiðnaðinum starfs- og siðareglum, stefnum og markmiðum lífeyrissjóða?

Að þessu spyr Björn Sævar Einarsson, formaður IOGT á Íslandi, í áhugaverðri grein á visir.is 20. júní síðastliðinn. Hann segir þar meðal annars: Að fjárfesta í áfengisiðnaðinum vinnur gegn markmiðum lífeyrissjóðanna, því áfengisneysla veldur sjúkdómum og elliglöpum þannig að lífeyrisþegar njóta skertra lífsgæða á eftirlaunaárunum. Áfengisneysla veldur einnig snemmbærum dauða, þannig að lífeyrisþegar njóta færri eftirlaunaára, eða sumir jafnvel deyja áður en þeir komast á [...]

Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.

    Fræðsla og forvarnir

    Hverafold 1-3, 112 Rekjavík

    Phone: +354 861 1582

    Go to Top