Húsfyllir var á morgunfundi Náum áttum sem haldinn var 22. janúar síðastliðinn. Yfirskrift fundarins var: Ungmenni og vímuefnaneysla.
Fyrirlesarar voru: Jóna Margrét Ólafsdóttir, lektor á Félagsvísindasviði Háskóla Íslands, sem fjallaði um áhrif vímuefnaneyslu unglinga á félagslega heilsu þeirra og virkni og Lára Sigurðardóttir, læknir á Vogi, sem fjallaði um áhrif áfengis og taugakerfi ungmenna.
Silja Jónsdóttir, sálfræðingur barna og unglinga sem eiga foreldri með fíknivanda hjá SÁÁ og Bjarki Jóhannsson sálfræðingur á ungmennadeildinni á Vogi fjölluðu um áhrif áfengis- og vímuefnaneyslu á líðan ungmenna.
Fundarstjóri var Árni Einarsson framkvæmdastjóri FRÆ.