Fréttir
Sandra nýr formaður FRÆ.
Á aðalfundi FRÆ, sem haldinn var 24. Febrúar síðastliðinn, urðu formannaskipti í FRÆ. Sandra Heimisdóttir var þar kjörin formaður í stað Heimis Óskarssonar, sem verið hefur formaður frá árinu 2015. Þar áður var Heimir í stjórn félagsins frá árinu 2012. Önnur í stjórn FRÆ voru kjörin: Linda Björg Þorgilsdóttir, Guðlaug Birna Guðjónsdóttir, Heimir Óskarsson og Aðalsteinn Gunnarsson. Sandra hefur setið í stjórn FRÆ frá árinu 2017 og þekkir því vel [...]
Breiðfylking forvarnarsamtaka fundar með félags- og vinnumarkaðsráðherra um lýðheilsu og ólöglega netsölu áfengis.
Breiðfylking forvarnarsamtaka átti fínan fund með félags- og vinnumarkaðsráðherra þann 29. apríl 2024. Erindið var að ræða félagslegar afleiðingar þess ef netsala áfengis, eins og hún er stunduð á Íslandi, verður látin viðgangast. Samtökin láta sig lýðheilsu og félagslega velferð varða. Þau tala fyrir því að velferð fólks gangi framar ólöglegri markaðsvæddri netsölu áfengis. Um þessar mundir ræða samtökin við forystumenn í stjórnmálum um hvernig [...]
Breiðfylking forvarnarsamtaka ræðir við ráðherra um lýðheilsu og ólöglega netsölu áfengis.
Þann 14. mars 2024 átti breiðfylking forvarnarsamtaka fund með dómsmálaráðherra til að undirstrika að lýðheilsa gangi framar markaðsvæddri netsölu áfengis. Óskað var eftir að ræða hvernig tryggja megi að landslögum sé fylgt og lýðheilsa varin eins og lög gera ráð fyrir. Á fundinum voru fulltrúar Samtakanna Fræðslu og forvarna-félags áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu, Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum, IOGT á Íslandi og SAFF-Samstarf félagasamtaka í forvörnum, en [...]
Fjölmennt málþing um lýðheilsu og áfengi.
Hátt í hundrað þátttakendur sátu í dag málþing undir heitinu Lýðheilsa og áfengi-hver vilja kúvenda stefnunni og bjóða hættunni heim? og haldið var í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins við Suðurgötu. Að málþinginu stóðu samtökin FRÆ - Fræðsla og forvarnir ásamt Foreldrasamtökum gegn áfengisauglýsingum, IOGT á Íslandi og SAFF-Samstarfi félagasamtaka í forvörnum. Málþingsstjóri var Siv Friðleifsdóttir fyrrverandi alþingismaður og ráðherra. Árni Einarsson, framkvæmdastjóri FRÆ, sagði í setningarávarpi að [...]
Áfengi er þekktur krabbameinsvaldur.
,,Sérstök ástæða er til að vekja athygli á sambandi áfengisneyslu og tilurð krabbameina en það eru margir sem ekki vita að áfengi er þekktur krabbameinsvaldur. Jafnvel lítið magn eykur áhættu á krabbameinum og eru þannig engin örugg mörk varðandi neyslu áfengis en áhættan eykst eftir því sem notkunin er meiri.“ Þetta segir Alma D. Möller landlæknir í grein á visir.is í dag, 4. febrúar alþjóðadegi gegn krabbameini. [...]
Einkasala ríkisins á smásölu áfengis er mikilvægur hornsteinn í árangursríkri áfengismálastefnu Íslendinga
Áfengisfrumvarpið Einkasala ríkisins á smásölu áfengis er mikilvægur hornsteinn í árangursríkri áfengismálastefnu ÍslendingaÁ ráðstefnu og ársþingi NordAN (Nordic Alcohol and Drug Policy Network) sem haldinn var í Helsinki 23. október síðastliðinn var m.a. rætt um stöðu og þróun áfengismála á Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum. Sérstaklega var rætt um stefnumörkun í þessum málum, pólitíska umræðu og framtíðarsýn.Í umræðum lýstu margir yfir undrun sinni á að [...]
Nýr norrænn upplýsingavefur um áfengismál
Vefir Nýr norrænn upplýsingavefur um áfengismál Á nýjum upplýsingavef sem norrænu félagasamtökin NordAN hafa opnað eru uppýsingar um stöðu áfengismála á Norðurlöndunum og í löndum við Eystrasalt. Efnið er skemmtilega uppsett og ætlunin að á þennan upplýsingavef verði í framtíðinni sett allt það nýjast um stöðu áfengisvarna í þessum löndum. Málefni sem tengjast áfengisneyslu og stefnu stjórnvalda í áfengismálum eru tíunduð í töflum og [...]
Ungmenni drekka meira í löndum með mikla áfengisneyslu
Ungmenni Ungmenni drekka meira í löndum með mikla áfengisneyslu Stór alþjóðleg rannsókn sýnir að það eru bein tengsl á milli drykkjuvenja ungmenna og þess hversu mikils áfengis fullorðnir í viðkomandi landi neytir, þ.e. hve heildarneysla áfengis (meðaltal) er. Í löndum þar sem fullorðnir drekka mikið - eins og í Danmörku og Litháen – hafa einnig hlutfallslega fleiri 15 ára ungmenni drukkið [...]
Áfengissalan eykst um 0.8% – meira rauðvín en minna hvítvín
Ungmenni Áfengissalan eykst um 0.8% – meira rauðvín en minna hvítvín Áfengisverslun í júní jókst um 5 prósent að raunvirði í samanburði við júní 2014. Á fyrri helmingi ársins jókst salan í krónum talið um 3,3 prósent. Leiðrétt fyrir vikudaga- og árstíðarbundnum þáttum jókst velta áfengis í júní um þrjú prósent frá sama mánuði í fyrra. Þetta kemur fram í frétt [...]
Vika gegn áfengi í Þýskalandi: Minna er betra!
Atburðir Vika gegn áfengi í Þýskalandi: Minna er betra! Vika gegn áfengi var nýlega haldin í Þýskalandi og voru yfir 1.200 atburðir tengdir vikunni um gervallt Þýskaland. Um 90% fullorðinna í Þýskalandi neyta áfengis og var herferðinni beint að þeim og drykkjuvenjum þeirra í þeim tilgangi að auka vitund fólks um áhættuna sem fylgir neyslu áfengis. Yfirskrift verkefnisins „minna er betra“ var [...]
Enn dregur úr reykingum Íslendinga en tóbaksneysla í vör eykst
Neftóbak Enn dregur úr reykingum Íslendinga en tóbaksneysla í vör eykst Í maíhefti Talnabrunns Embættis landlæknis eru birtar tölur úr nýrri könnun á tóbaksnotkun Íslendinga. Þær sýna að reykingar hér á landi eru hvað minnstar í Evrópu. Í könnuninni kemur fram að frá árinu 2012 hefur dregið úr daglegum reykingum Íslendinga 18 ára og eldri, úr 14,2% í 11,3%. Meira hefur dregið úr [...]
Fræðslumálþing um kannabis
Kannabis Fræðslumálþing um kannabisFræðslumálþing um kannabis var nýlega haldið af Fræðslu og forvörnum í samstarfi við Embætti landlæknis og velferðarráðuneytið. Tilgangur þess var að taka saman fyrirliggjandi upplýsingar um áhrif kannabisneyslu á einstaklinga og samfélag; auka færni og þekkingu þeirra sem þurfa að fjalla um kannabistengd mál og stuðla að upplýstri umræðu og ábyrgri opinberri stefnumörkun. Á málþinginu fjallað Árni Einarsson, framkvæmdastjóri FRÆ um [...]
Aukning skaðlegrar áfengisneyslu er mikið áhyggjuefni
Áfengi Aukning skaðlegrar áfengisneyslu er mikið áhyggjuefni Ísland er eitt fárra ríkja innan OECD þar sem áfengisneysla hefur aukist á síðustu 20 árum. Óhófleg áfengisneysla hefur aukist á meðal ungmenna og kvenna í mörgum ríkjum OECD. Aukning óhóflegrar og skaðlegrar áfengisneyslu er mikið áhyggjuefni og henni fylgir aukið ofbeldi og fjölgun umferðarslysa auk þess sem hún hefur slæm áhrif á heilbrigði [...]
Sala áfengis í matvöruverslunum stangast á við öll þekkt markmið um lýðheilsu og heilbrigði almennings
Áfengisfrumvarp Sala áfengis í matvöruverslunum stangast á við öll þekkt markmið um lýðheilsu og heilbrigði almennings Nýráðinn landlæknir, Birgir Jakobsson, er í viðtali í síðasta tölublaði Læknablaðsins. Birgir var áður forstjóri Karolinska sjúkrahússins í Stokkhólmi, eins stærsta og virtasta sjúkrahúss á Norðurlöndum.Spurður um skoðun Embættis landlæknis á frumvarpinu sem nú liggur fyrir Alþingi um að leyfa sölu á áfengi í matvörubúðum segir [...]
Takmarka áfengisneyslu flugfarþega
Samgöngur Takmarka áfengisneyslu flugfarþega Scandinavian airline-SAS hefur tilkynnt nýjar viðmiðunarreglur um áfengisneyslu farþega um borð í vélum félagsins. Reglurnar eru tilkomnar vegna vandamála vegna drukkinna farþega síðastliðið sumar. Samkvæmt hinum nýju reglum takmarkast afgreiðsla um borð við þrjá drykki að hámarki. Flugfélagið sendi fyrir skömmu frá sér fréttatilkynningu þar sem segir að drukknir farþegar hafi valdið áhöfnum véla þeirra vandræðum á [...]
Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.




