Vefir

Nýr norrænn upplýsingavefur um áfengismál

Á nýjum upplýsingavef sem norrænu félagasamtökin NordAN hafa opnað eru uppýsingar um stöðu áfengismála á Norðurlöndunum og í löndum við Eystrasalt.  Efnið er skemmtilega uppsett og ætlunin að á þennan upplýsingavef verði í framtíðinni sett allt það nýjast um stöðu áfengisvarna í þessum löndum.  Málefni sem tengjast áfengisneyslu og stefnu stjórnvalda í áfengismálum eru tíunduð í töflum og myndum á vefnum auk þess sem hægt er að nálgast upplýsingar sem tengist forvörnum.  Hvert land leggur til upplýsingar á ensku og starfsfólk NordAN annast innsetningu á þessa nýju vefsíðu NordAN. Sjón er sögu ríkari en Árni Einarsson framkvæmdastjóri FRÆ hefur annast efnisöflun fyrir íslenska þáttinn.

Deila þessari frétt

Nýlegar fréttir

Safn

Flokkar

Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.