Samgöngur
Takmarka áfengisneyslu flugfarþega
Scandinavian airline-SAS hefur tilkynnt nýjar viðmiðunarreglur um áfengisneyslu farþega um borð í vélum félagsins. Reglurnar eru tilkomnar vegna vandamála vegna drukkinna farþega síðastliðið sumar. Samkvæmt hinum nýju reglum takmarkast afgreiðsla um borð við þrjá drykki að hámarki.
Flugfélagið sendi fyrir skömmu frá sér fréttatilkynningu þar sem segir að drukknir farþegar hafi valdið áhöfnum véla þeirra vandræðum á leiðum til nokkurra áfangastaða í Evrópu árið 2014 og að félagið hefði ákveðið að bregðast við með þessum hætti til þess að stuðla að betra öryggi farþega og áhafna.
Sjá upphaflegu frétt á The Local
Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.