Ungmenni

Áfengissalan eykst um 0.8% – meira rauðvín en minna hvítvín

Áfengisverslun í júní jókst um 5 prósent að raunvirði í samanburði við júní 2014. Á fyrri helmingi ársins jókst salan í krónum talið um 3,3 prósent. Leiðrétt fyrir vikudaga- og árstíðarbundnum þáttum jókst velta áfengis í júní um þrjú prósent frá sama mánuði í fyrra. Þetta kemur fram í frétt Rannsóknarseturs verslunarinnar á Bifröst um smásöluverslun í júnímánuði.

Í frétt á vefsíðu ÁTVR um sölu áfengis á fyrstu sex mánuðum ársins kemur fram að salan í lítrum talið sé tæplega 1 prósent meiri en á sama tímabili í fyrra. Meira hefur selst af rauðvíni, ávaxtavíni og blönduðum drykkjum en aukning á sölu síðast nefndu drykkjanna nemur 46 prósentum milli ára. Sala á hvítvíni hefur dregist saman um 1,6 prósent og sala á lagerbjór er lítillega minni milli ára.

Áfengissala ÁTVR á fyrstu sex mánuðum ársins 2015. Smásöluvísitalan hækkar „Heildarvöxtur smásöluvísitölunnar, samkvæmt mælingu Rannsóknaseturs verslunarinnar, á fyrri helmingi ársins 2015 var 2,6% samanborið við sama tímabili í fyrra á föstu verðlagi. Samkvæmt þessu er vöxturinn í smásöluverslun nokkuð lægri en spár um vöxt í einkaneyslu, sem Hagstofan hefur áætlað að verði 3,8% árið 2015 sem og útgefnar tölur um einkaneyslu á 1. ársfjórðungi, sem jókst um 3,9% frá 1. ársfjórðungi 2014. Þó ber að taka fram að einkaneysla nær jafnt til þjónustu- og vöruviðskipta en smásöluvísitalan eingöngu til vörusölu,“ segir í frétt Rannsóknarsetursins.

Kjarninn 15. júlí 2015

Nýlegar fréttir

Safn

Flokkar

Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.

2018-11-16T18:26:46+00:00júlí 15, 2015|Categories: Áfengismál, FRÆ fréttir|Tags: |