Ungmenni
Ungmenni drekka meira í löndum með mikla áfengisneyslu
Stór alþjóðleg rannsókn sýnir að það eru bein tengsl á milli drykkjuvenja ungmenna og þess hversu mikils áfengis fullorðnir í viðkomandi landi neytir, þ.e. hve heildarneysla áfengis (meðaltal) er. Í löndum þar sem fullorðnir drekka mikið – eins og í Danmörku og Litháen – hafa einnig hlutfallslega fleiri 15 ára ungmenni drukkið sig ölvuð gagnstætt því sem er í löndum þar sem áfengisneysla er hvað minnst. Þar hefur aðeins lítill hluti ungmennanna orðið ölvaður. Rannsóknin er byggð á gögnum frá árinu 2010 þar sem 140.000 ungmenni í 37 löndum svöruðu spurningum um drykkjuvenja sínar. Þetta er í fyrsta sinn sem kannað er í stórri rannsókn hvort tengsl eru á milli heildarneyslu áfengis landa og áfengisneyslu ungmenna.
Í Danmörku segjast 68% af 15 ára unglingum hafa drukkið sig ölvuð. Aðeins Litháen skákar Danmörku að þessu leyti, en þar er hlutfallið 74%. Sama ár mældist heildarneysla áfengis í Danmörku 13 lítrar af hreinum vínanda á hvern íbúa 15 ára og eldri. Í Litháen var neyslan 15 lítrar.
Þessu er svo alveg öfugt farið í löndum eins og Íslandi og Ísrael þar sem heildarneysla áfengis er mun minni. Þar hefur mun lægra hlutfall 15 ára ungmenna drukkið sig ölvuð.
Í töflunni hér á eftir er ölvunardrykkja 15 ára ungmenna sýnd í samanburði við heildarneyslu áfengis í nokkrum þeirra landa sem tóku þátt í rannsókninni:
Land | Hlutfall 15 ára ungmenna sem hafa drukkið sig ölvuð (%) | Árleg heildar áfengisneysla fullorðinna í lítrum (meðaltal) |
Litháen | 74 | 15 |
Danmörk | 68 | 13 |
England | 49 | 13 |
Þýskaland | 45 | 13 |
Noregur | 38 | 7,8 |
Svíþjóð | 37 | 10 |
Frakkland | 36 | 14 |
USA | 28 | 9,4 |
Ísland | 27 | 6,3 |
Ísrael | 25 | 2,9 |
Tengsl heildarneyslu og ölvunardrykkju ungmenna eiga bæði við um drengi og stúlkur, en í mismiklum mæli. Í töflunni hér að neðan kemur fram að drengir í löndum með háa heildarneyslu eru 3,5 sinnum líklegri til þess að hafa drukkið sig ölvaða en drengir í löndum þar sem heildarneysla er lág.
Stúlkur í löndum með mikla heildarneyslu eru 3,3 sinnum líklegri til þess að hafa orðið ölvaðar samanborið við stúlkur í löndum þar sem heildarneyslan er lág. Samhengi heildarneyslu og þess að 15 ára ungmenni hafi drukkið sig ölvuð er með öðrum orðum mjög sterkt samkvæmt töflunni.
Árleg heildarneysla | Áhættuhlutfall fyrir ölvunardrykkju (odds ratio)
Stúlkur |
Áhættuhlutfall fyrir ölvunardrykkju (odds ratio)
Drengir |
Lág | 1 | 1 |
Í meðallagi | 2,1 | 1,9 |
Há | 3,3 | 3,5 |
Vísindamenn frá Statens Institut for Folkesundhed í Danmörku ásamt fleirum unnu þessar upplýsingar um gögnum alþjóðlegu rannsóknarinnar Health Behaviour in School-aged Children (HBSC) sem Ísland tekur þátt í og kallast Heilsa og lífskjör skólanema, ásamt gögnum frá WHO.
Byggt á eftirfarandi.
Einnig má lesa um rannsóknina í tímaritinu Addiction.
Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.