Atburðir
Vika gegn áfengi í Þýskalandi: Minna er betra!
Vika gegn áfengi var nýlega haldin í Þýskalandi og voru yfir 1.200 atburðir tengdir vikunni um gervallt Þýskaland. Um 90% fullorðinna í Þýskalandi neyta áfengis og var herferðinni beint að þeim og drykkjuvenjum þeirra í þeim tilgangi að auka vitund fólks um áhættuna sem fylgir neyslu áfengis. Yfirskrift verkefnisins „minna er betra“ var fengin að láni frá WHO.
Þúsundir fagaðila um fíknivarnir, sjálfboðaliðar, sjálfshjálparhópa og heilbrigðisstarfsfólks hvöttu til umræðu með upplýsingum og nýju fræðsluefni sem dreift var m.a. í göngugötum, sjúkrahúsum, vinnustöðum, læknastofum, lyfjaverslunum og kirkjum um land allt. Markmiðið var að vekja athygli á skaðsemi áfengisneyslu með persónulegri upplýsingagjöf til almennings.
Það voru þýsku regnhlífarsamtökin DHS sem skipulögðu Viku gegn áfengi en DHS er vettvangur allra félags- og góðgerðarsamtaka í Þýskalandi á sviði fíkniráðgjafar, meðferðar og sjálfshjálpar. DHS studdi staðbundna framkvæmd átaksins auk þess að og veita upplýsingar á vefsíðum, gefa út bæklinga og veggspjöld og annað efni til að vekja athygli á atburðum vikunnar.
Samstarfsaðilar og fjárhagslegur bakhjarl vikunnar voru þýsk tryggingarfélög, eftirlauna- og lífeyrissjóðir.
Frekari upplýsingar um Vika gegn áfengi í Þýskalandi.
Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.