Neftóbak
Enn dregur úr reykingum Íslendinga en tóbaksneysla í vör eykst
Í maíhefti Talnabrunns Embættis landlæknis eru birtar tölur úr nýrri könnun á tóbaksnotkun Íslendinga. Þær sýna að reykingar hér á landi eru hvað minnstar í Evrópu. Í könnuninni kemur fram að frá árinu 2012 hefur dregið úr daglegum reykingum Íslendinga 18 ára og eldri, úr 14,2% í 11,3%. Meira hefur dregið úr daglegum reykingum karla en kvenna og mest hefur dregið úr reykingum í yngri aldurshópunum, einkum hjá 18-44 ára körlum og 18-24 ára konum. Reykingar eru algengastar hjá fólki um og yfir fimmtugt.
Á hinn bóginn hefur neysla tóbaks færst í vöxt hér á landi, einkum í hópi ungra karla. Dagleg notkun yngsta aldurshópsins (18-24 ára) hefur farið úr 15% árið 2012 í 23% árið 2015.
Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.