Kannabis

Fræðslumálþing um kannabis

Fræðslumálþing um kannabis var nýlega haldið af Fræðslu og forvörnum í samstarfi við Embætti landlæknis og velferðarráðuneytið. Tilgangur þess var að taka saman fyrirliggjandi upplýsingar um áhrif kannabisneyslu á einstaklinga og samfélag; auka færni og þekkingu þeirra sem þurfa að fjalla um kannabistengd mál og stuðla að upplýstri umræðu og ábyrgri opinberri stefnumörkun. 

Á málþinginu fjallað Árni Einarsson, framkvæmdastjóri FRÆ um kannabismál og verkefnið Bara gras?, Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir hjá SÁÁ fjallaði um um eðli og eiginleika kannabisefna, áhrif þess á líkamlega heilsu og meint læknisfræði- og lyfjagildi. Halldóra Jónsdóttir yfirlæknir á Bráðageðdeild 32C á Landspítala um áhrif kannabiss á geðheilsu,  heilastarfsemi, minni og hugræna getu fólks, Bryndís Björk Ásgeirsdóttir dósent í sálfræði við HR fjallaði um kannabisneyslu á Íslandi; neyslu, neysluvenjur og almenn viðhorf, Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við HÍ fjallaði um íslensk lög og reglur sem varða kannabis;  alþjóðalegt samstarf og skuldbindingar, Þórólfur Þórlindsson prófessor í félagsfræði við HÍ fjallaði um álitamál varðandi núverandi stefnu, hugmyndir um afglæpavæðingu/lögleyfingu og Sveinbjörn Kristjánsson sérfræðingur hjá Embætti landlæknis fjallaði um hagnýtar upplýsingar og ráðgjöf um hvernig tala má um kannabis við ungmenni og hvernig hægt er að nota áhugahvetjandi samtal til að fá ungmenni til að taka ákvörðun um að breyta um lífsstíl og hegðun.

Að loknum erindum var pallborð með umræðum og samantektum en í pallborði sátu auk fyrirlesara Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari, Hrafndís Tekla Pétursdóttir sálfræðingur í Foreldrahúsi og Borgar Þór Einarsson, formaður starfshóps heilbrigðisráðherra um mótun stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum og hliðarverkunum vímuefnaneyslu.

Málþingið fór fram á Grand hótel þann 1. júní og það sóttu yfir 70 manns, ma. starfsfólk háskóla, framhaldsskóla, grunnskóla og annarra menntastofnana, starfsfólk í ungmennastarfi sveitarfélaga og félagasamtaka og starfsfólk sveitarfélaga, ráðuneyta og stofnana. Ráðstefnustjóri var Rafn Jónsson, verkefnastjóri hjá Embætti landlæknis.

 

Samantektir og upptökur frá málþinginu munu birtast á heimasíðum FRÆ á næstunni, www.forvanir.is og www.baragras.is.

Deila þessari frétt

Nýlegar fréttir

Safn

Flokkar

Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.