Áfengisfrumvarp

Hefur áhyggjur af áhrifum á lýðheilsu og hvetur alþingismenn til þess að fella áfengisfrumvarpið

2018-11-19T16:02:17+00:00

Áfengisfrumvarpið Hefur áhyggjur af áhrifum á lýðheilsu og hvetur alþingismenn til þess að fella áfengisfrumvarpið Mariann Skar framkvæmdastjóri Eurocare hvetur alþingismenn til þess að fella áfengisfrumvarpið sem nú bíður frekari umræðu og afgreiðslu á Alþingi. Eurocare er samstarfsvettvangur félagasamtaka í Evrópu sem vinna að áfengisvörnum og lýðheilsu. Mariann hefur áhyggjur af afleiðingum þess fyrir heilsu Íslendinga verði frumvarpið samþykkt og segir á vefsíðu samtakanna að aðgengi sé tvímælalaust meðal viðurkenndustu leiða til þess að vernda heilsu fólks. Sölu- og afgreiðslutími sé mikilvægur en það hafi einnig sýnt sig að ríkisreknar áfengiseinkasölur standi sig betur [...]

Hefur áhyggjur af áhrifum á lýðheilsu og hvetur alþingismenn til þess að fella áfengisfrumvarpið 2018-11-19T16:02:17+00:00

Kári á móti áfengisfrumvarpinu

2018-11-19T16:11:06+00:00

Áfengisfrumvarpið Kári á móti áfengisfrumvarpinu Kári Stefánsson, læknir og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist í viðtali í Morgunblaðinu í dag (5. mars 2015 og Eyjan vitnar líka í) alfarið vera á móti áfengisfrumvarpinu sem nú liggur fyrir Alþingi og bíður þar annarrar umræðu. Segir Kári rangt, sem reynt sé að halda fram í frumvarpinu, að áfengi sé ekki hættulegt því staðreyndin sé sú að 12,5 prósent þjóðarinnar búi við verri hag en ella vegna þess, séu ýmist alkóhólistar eða skyldmenni alkóhólista.

Kári á móti áfengisfrumvarpinu 2018-11-19T16:11:06+00:00

Áfengisfrumvarp: Minnihluti stendur að meirihlutaáliti

2018-11-19T16:22:57+00:00

Áfengisfrumvarpið Áfengisfrumvarp: Minnihluti stendur að meirihlutaálitiMinni­hluti stend­ur að meiri­hluta­áliti Alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd af­greiddi frum­varp um smá­sölu áfeng­is á fundi sín­um í morg­un og fer það nú til 2. umræðu á Alþingi. Þó að meiri­hluti hafi verið fyr­ir því að af­greiða frum­varpið úr nefnd­inni stóðu aðeins þrír nefnd­ar­menn af níu að meiri­hluta­áliti á því.Frum­varpið hef­ur ekki notið stuðnings meiri­hluta nefnd­ar­inn­ar en því var engu að síður vísað áfram til umræðu á þingi á fundi nefnd­ar­inn­ar í dag. Ekki ligg­ur fyr­ir hvenær 2. umræða um það verður tek­in á dag­skrá.Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is stóðu aðeins þrír nefnd­ar­menn að [...]

Áfengisfrumvarp: Minnihluti stendur að meirihlutaáliti 2018-11-19T16:22:57+00:00

Áfengisfrumvarpið enn í nefnd

2018-11-19T16:45:59+00:00

Áfengisfrumvarpið Áfengisfrumvarpið enn í nefnd Áfengisfrumvarpið var tekið fyrir á fundi allsherjar- og menntamálanefndar á Alþingi síðastliðinn þriðjudag. Til stóð að greiða atkvæði um hvort málið færi út úr nefnd og í 2. umræðu á þinginu. Formaður nefndarinnar ákvað hins vegar að fresta atkvæðagreiðslunni þar sem Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingar, lagði fram nýjar upplýsingar í málinu sem hann vildi að nefndarmenn kynntu sér. Gagnrýndi Guðbjartur skort á upplýsingum um áhrif breytinganna sem fylgdu frumvarpinu og kallaði eftir upplýsingum um kostnað við framkvæmd þess. Samkvæmt fréttum virðist ekki vera meirihluti fyrir frumvarpinu innan allsherjar- og menntamálanefndar. [...]

Áfengisfrumvarpið enn í nefnd 2018-11-19T16:45:59+00:00

Góður árangur af núgildandi áfengisstefnu

2018-11-19T17:08:18+00:00

Áfengisstefna Góður árangur af núgildandi áfengisstefnu Í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi Félags áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu, FRÆ sem haldinn var 29. október síðastliðinn eru alþingismenn hvattir til þess að fella frumvarp sem nú liggur fyrir Alþingi um að afnema einkaleyfi Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins á smásölu áfengis og gefa sölu áfengis frjálsa. Í ályktuninni er hvatt til þess að lýðheilsusjónarmið og besta fyrirliggjandi þekking séu höfð að leiðarljósi við stefnumörkun sem varðar ávana- og vímuefni og minnt á að áfengi er engin venjuleg söluvara. Í ályktuninni segir einnig: ,,Áfengisneysla [...]

Góður árangur af núgildandi áfengisstefnu 2018-11-19T17:08:18+00:00

Skref aftur á bak í vernd barna

2018-11-19T17:08:25+00:00

Áfengisfrumvarpið Skref aftur á bak í vernd barnaÍ grein sem Þóra Jónsdóttir lögfræðingur og verkefnastjóri hjá Barnaheillum skrifar á visir.is segir að Barnaheill – Save the Children á Íslandi lýsi yfir áhyggjum vegna tillögu sem liggur fyrir Alþingi um að afnema einkaleyfi ÁTVR á áfengissölu og leyfa sölu áfengis í matvöruverslunum. Bent er m.a. á að sýnt hafi verið fram á með rannsóknum að aukið aðgengi að áfengi leiði til aukinnar neyslu þess og aukin áfengisneysla sé líkleg til að hafa slæm áhrif á líf barna. Af þessum sökum vara samtökin við því að þingmenn stígi [...]

Skref aftur á bak í vernd barna 2018-11-19T17:08:25+00:00

Stjórn Krabbameinsfélags Reykjavíkur á móti áfengisfrumvarpi

2018-11-19T17:09:34+00:00

Áfengisfrumvarpið Stjórn Krabbameinsfélags Reykjavíkur á móti áfengisfrumvarpi Stjórn Krabba­meins­fé­lags Reykja­vík­ur samþykkkti á stjórnarfundi 23. október sl. ályktun þar sem eindregið er lagst gegn því að einka­leyfi Áfeng­is- og tób­aksversl­un­ar rík­is­ins á smá­sölu áfeng­is verði af­numið og að smá­sala áfeng­is verði gef­in frjáls eins og frumvarp sem liggur fyrir Alþingi gerir ráð fyrir. Stjórn­in seg­ir að nú­ver­andi fyr­ir­komu­lag hafi gef­ist vel og að áfengisneysla Íslendinga sé með því minnsta sem þekkist. Stjórnin hvetur því alþingismenn til að fella frumvarpið. „Áfeng­isneysla er þekkt­ur og viður­kennd­ur áhættuþátt­ur gagn­vart mörg­um teg­und­um krabba­meina og hef­ur marg­vís­leg nei­kvæð áhrif á [...]

Stjórn Krabbameinsfélags Reykjavíkur á móti áfengisfrumvarpi 2018-11-19T17:09:34+00:00

Áskorun til þingmanna

2018-11-19T17:16:06+00:00

Áfengisfrumvarpið Áskorun til þingmanna Samstarfsráð um forvarnir samþykkti nýlega ályktun vegna frumvarps um að afleggja einkaleyfi Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins (ÁTVR) á smásölu áfengis og gefa smásölu áfengis frjálsa að ákveðnu marki.  Í samþykktinni, sem send var sem áskorun til þingmanna, stendur m.a. „Hér er um að ræða tillögu sem varðar mikla samfélagslega hagsmuni. Við förum þess á leit að fulltrúar okkar á Alþingi tryggi henni vandaða málsmeðferð sem byggir á langtímastefnumörkun í forvörnum og lýðheilsu“. Í lok textans segir „Við förum þess á leit að fulltrúar okkar á Alþingi kynni sér af kostgæfni [...]

Áskorun til þingmanna 2018-11-19T17:16:06+00:00

Áfengi í matvöruverslanir; gegn lýðheilsumarkmiðum?

2018-11-19T17:23:03+00:00

Áfengisfrumvarpið Áfengi í matvöruverslanir; gegn lýðheilsumarkmiðum? Unnið er að frumvarpi til laga um að heimila sölu áfengis í verslunum á Íslandi. Embætti landlæknis bendir á að taka þurfi tillit til niðurstaðna rannsókna og leiðbeininga Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) áður en slíkar ákvarðanir eru teknar. Landlæknisembættið segir að vanda þurfi til verka áður en ákvarðanir eru teknar um sölu áfengis í verslunum. Áfengi sé ekki venjuleg neysluvara og niðurstöður rannsókna sýni að aukið aðgengi að því, geti aukið áfengisneyslu. „Aðgerðirnar gætu leitt til aukinnar neyslu áfengis og aukins samfélagslegs kostnaðar“, segir á vef landlæknis. Ennfremur [...]

Áfengi í matvöruverslanir; gegn lýðheilsumarkmiðum? 2018-11-19T17:23:03+00:00

Meirihlutinn vill ekki lækka áfengiskaupaaldurinn í 18 ár

2018-11-21T13:51:59+00:00

Könnun Meirihlutinn vill ekki lækka áfengiskaupaaldurinn í 18 ár Tæpur þriðjungur landsmanna vill lækka áfengiskaupaaldurinn í átján ár samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 en þjóðin klofnar í tvo jafn stóra hópa þegar spurt er um sölu áfengis í matvöruverslunum. Meirihluti landsmanna, 56,3 prósent, er mjög eða frekar andvígur því að lækka áfengiskaupaaldurinn úr 20 árum í 18 ár, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Tæpur þriðjungur, 28,2 prósent, sagðist mjög eða frekar hlynntur slíkri breytingu, og 15,5 prósent sögðust hvorki hlynnt né andvíg lækkun áfengiskaupaaldursins. Þegar spurt var um afstöðu [...]

Meirihlutinn vill ekki lækka áfengiskaupaaldurinn í 18 ár 2018-11-21T13:51:59+00:00

Fræðsla og forvarnir

Sigtúni 42, 105 Rekjavík

Phone: +354 511 1588