Áfengisfrumvarp

Enn eykst andstaða landsmanna við áfengisfrumvarpið. Vandséð að flutningsmenn gangi erinda almennings eða samfélags.

2018-11-19T14:42:41+00:00

Áfengisfrumvarp Enn eykst andstaða landsmanna við áfengisfrumvarpið. Vandséð að flutningsmenn gangi erinda almennings eða samfélags. Niðurstaða nýrrar könnunar Rúnars Vilhjálmssonar, félagsfræðiprófessors við Háskóla Íslands  er að nærri sjö af hverjum tíu Íslendingum eru mótfallnir frumvarpi sem nú liggur fyrir Alþingi um að heimila sölu á áfengi í verslunum. Fram kemur að 69,2 prósent landsmanna eru andvíg því að frumvarpið verði að lögum en 30,8 prósent eru því fylgjandi. Spurt var: Hver er afstaða þín til frumvarps sem nú liggur fyrir Alþingi um að heimila sölu á áfengi í verslunum? Í samantekt um niðurstöðurnar segir: [...]

Enn eykst andstaða landsmanna við áfengisfrumvarpið. Vandséð að flutningsmenn gangi erinda almennings eða samfélags. 2018-11-19T14:42:41+00:00

Bætir aukið aðgengi að áfengi samfélagið? Áfengi í verslanir?

2018-11-19T17:19:06+00:00

Áfengisfrumvarpið Bætir aukið aðgengi að áfengi samfélagið? Áfengi í verslanir? Háskóli Íslands (Tómstunda- og félagsmálafræðibraut MVS ) og IOGT á Íslandi boðuðu til málþings 13. apríl síðastliðinn í samvinnu við Krabbameinsfélagið, Fræðslu og forvarnir og Samstarf félagasamtaka í forvörnum. Málþingið var haldið í Háskóla Íslands við Stakkahlíð, var ókeypis og öllum opið. Tilefni málþingsins var áfengisfrumvarpið svokallaða sem nú liggur fyrir Alþingi. Fyrirlesarar voru: Árni Guðmundsson, uppeldis- og menntunarfræðingur og aðjúnkt við tómstunda- og félagsmálabraut Háskóla Íslands. Per Leimar, framkvæmdastjóri áfengisstefnumörkunar hjá samtökunum IOGT-NTO í Svíþjóð, starfaði áður m.a. fyrir Systembolaget í Svíþjóð. [...]

Bætir aukið aðgengi að áfengi samfélagið? Áfengi í verslanir? 2018-11-19T17:19:06+00:00

Ungt fólk með undirskriftarsöfnun gegn áfengisfrumvarpinu

2018-11-19T17:19:23+00:00

Áfengisfrumvarpið Ungt fólk með undirskriftarsöfnun gegn áfengisfrumvarpinu Ráðgjafarhópur Umboðsmanns Barna, Ungmennaráð Barnaheilla - Save the Children á Íslandi og Núll prósent hreyfingin hafa sett af stað undirskriftarsöfnun gegn frumvarpi um frjálsa sölu áfengi undir yfirskriftinni „Okkar raddir skipta líka máli!“ Með þessu vill unga fólkið sýna í verki andstöðu sína við frumvarpið og bætast þar í stóran hóp félagasamtaka og áhugafólks um heilsueflingu og lýðheilsu. Hér er hlekkur á undirskriftasöfnunina.

Ungt fólk með undirskriftarsöfnun gegn áfengisfrumvarpinu 2018-11-19T17:19:23+00:00

Áfengisfrumvarpið afgreitt úr nefnd

2018-11-19T17:19:14+00:00

Áfengisfrumvarpið Áfengisfrumvarpið afgreitt úr nefnd Áfeng­is­frum­varpið hef­ur nú verið af­greitt úr alls­herj­ar- og menntamálanefnd Alþing­is, en meiri­hluti nefnd­ar­inn­ar samþykkti frumvarpið með tveim­ur breyt­ing­ar­til­lög­um. Meiri­hlut­inn sam­an­stend­ur af þeim Unni Brá Konráðsdóttur og Vil­hjálmi Árna­syni frá Sjálf­stæðis­flokkn­um, Karli Garðars­syni úr Fram­sókn­ar­flokki, Guðmundi Stein­gríms­syni úr Bjartri framtíð og Helga Hrafni Gunn­ars­syni frá Pír­öt­um. Fyrri breyt­ing­ar­til­lag­an sem gerð var í meðförum nefndarinnar fjall­ar um regl­ur í tengsl­um við það hvar megi selja og stilla fram áfengi í búðum. Hin breyt­ing­ar­til­lag­an er að í stað þess að allt áfeng­is­gjaldið fari í Lýðheilsu­sjóð muni helm­ing­ur fara þangað en [...]

Áfengisfrumvarpið afgreitt úr nefnd 2018-11-19T17:19:14+00:00

Fleiri andvígir en fylgjandi sölu áfengis í matvöruverslunum

2018-11-16T17:40:57+00:00

Áfengisfrumvarpið Fleiri andvígir en fylgjandi sölu áfengis í matvöruverslunum Í niðurstöðum netkönnunar sem gerð var dagana 22. október - 1. nóvember 2015 og sagt er frá í nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup kemur fram að fleiri eru andvígir en fylgjandi því að leyft verði að selja áfengi í matvöruverslunum á Íslandi. Spurning Gallup var tvíþætt: Annars vegar var spurt: Ertu fylgjandi eða andvíg(ur) því að leyft verði að selja léttvín og bjór í matvöruverslunum á Íslandi? Hins vegar var spurt: Ertu fylgjandi eða andvíg(ur) því að leyft verði að selja sterkt áfengi í matvöruverslunum [...]

Fleiri andvígir en fylgjandi sölu áfengis í matvöruverslunum 2018-11-16T17:40:57+00:00

,,Núverandi áfengisstefna á Íslandi er góð viðleitni til að virða í senn einstaklingsfrelsi og lýðheilsusjónarmið“

2018-11-16T17:47:24+00:00

Áfengisfrumvarpið ,,Núverandi áfengisstefna á Íslandi er góð viðleitni til að virða í senn einstaklingsfrelsi og lýðheilsusjónarmið“ Róbert H Haraldsson NEH-prófessor við Colgate háskólann í New York skrifaði nýlega grein í Fréttablaðið um áfengisfrumvarpið svokallaða sem nú er rætt á Alþingi. Í greininni segir hann þá sem vilja sjá áfengi af öllum styrkleikaflokkum í matvöruverslunum sem víðast stundum tala eins og það sé brýnt samfélagslegt verkefni að tryggja að allir hafi sem allra greiðastan aðgang að áfengi á flestum tímum sólarhrings. Áfengi er ekki grunngæði af því tagi sem enginn á að þurfa [...]

,,Núverandi áfengisstefna á Íslandi er góð viðleitni til að virða í senn einstaklingsfrelsi og lýðheilsusjónarmið“ 2018-11-16T17:47:24+00:00

Einkasala ríkisins á smásölu áfengis er mikilvægur hornsteinn í árangursríkri áfengismálastefnu Íslendinga

2018-11-16T18:12:11+00:00

Áfengisfrumvarpið Einkasala ríkisins á smásölu áfengis er mikilvægur hornsteinn í árangursríkri áfengismálastefnu ÍslendingaÁ ráðstefnu og ársþingi NordAN  (Nordic Alcohol and Drug Policy Network) sem haldinn var í Helsinki 23. október síðastliðinn var m.a. rætt um stöðu og þróun áfengismála á Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum. Sérstaklega var rætt um stefnumörkun í þessum málum, pólitíska umræðu og framtíðarsýn.Í umræðum lýstu margir yfir undrun sinni á að mögulega væri meirihluti þingmanna á Alþingi fylgjandi því að leggja af einkasölu ríkisins á smásölu áfengis og heimila sölu áfengis í almennum verslunum. Slíkt fyrirkomulag væri ein viðurkenndasta og sterkasta forvörnin [...]

Einkasala ríkisins á smásölu áfengis er mikilvægur hornsteinn í árangursríkri áfengismálastefnu Íslendinga 2018-11-16T18:12:11+00:00

Sala áfengis í matvöruverslunum stangast á við öll þekkt markmið um lýðheilsu og heilbrigði almennings

2018-11-19T15:51:33+00:00

Áfengisfrumvarp Sala áfengis í matvöruverslunum stangast á við öll þekkt markmið um lýðheilsu og heilbrigði almennings Nýráðinn landlæknir, Birgir Jakobsson, er í viðtali í síðasta tölublaði Læknablaðsins. Birgir var áður forstjóri Karolinska sjúkrahússins í Stokkhólmi, eins stærsta og virtasta sjúkrahúss á Norðurlöndum.Spurður um skoðun Embættis landlæknis á frumvarpinu sem nú liggur fyrir Alþingi um að leyfa sölu á áfengi í matvörubúðum segir landlæknir hana skýra: „Afstaða embættisins í báðum þessum málum er algjörlega afdráttarlaus enda stangast hvorutveggja á við öll þekkt markmið um lýðheilsu og heilbrigði almennings. Hlutverk embættisins í lýðheilsumálum er alveg [...]

Sala áfengis í matvöruverslunum stangast á við öll þekkt markmið um lýðheilsu og heilbrigði almennings 2018-11-19T15:51:33+00:00

Allraheill – undirskriftarátak á móti frjálsri sölu áfengis

2018-11-19T15:51:52+00:00

Áfengisfrumvarpið Allraheill - undirskriftarátak á móti frjálsri sölu áfengis Þessa daga fer fram undirskriftarátak á netinu, www.allraheill.is þar sem mótmælt er frumvarpi um frjálsa sölu áfengis.  Undirskriftarsöfnunin hófst 31. mars og með henni er verið að  undirstrika það sem kemur fram í könnunum, að meirihluti þjóðarinnar er á móti frjálsri sölu áfengis. Það eru Bindindissamtökin IOGT á Íslandi, Núll prósent og Barnahreyfing IOGT á Íslandi sem standa að þessu átaki og með því skora á þingmenn að hafa réttindi barna og ungmenna í fyrirrúmi þegar ákvörðun um áfengisfrumvarpið er tekin. Í áskorun sem send var [...]

Allraheill – undirskriftarátak á móti frjálsri sölu áfengis 2018-11-19T15:51:52+00:00

Áfengisfrumvarp gegn stefnu Reykjavíkurborgar

2018-11-19T15:55:20+00:00

Áfengisfrumvarpið Áfengisfrumvarp gegn stefnu Reykjavíkurborgar For­varn­ar­full­trú­ar Reykja­vík­ur­borg­ar telja að frum­varp um af­nám einka­sölu á áfengi fari gegn stefnu Reykja­vík­ur­borg­ar í for­vörn­um og tek­ur vel­ferðarsvið borg­ar­inn­ar und­ir það sjón­ar­mið. Sviðið tel­ur mik­il­vægt að frum­varpið nái ekki fram að ganga. Í um­sögn vel­ferðarsviðs borg­ar­inn­ar um frum­varp Vil­hjálms Árna­son­ar, þing­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins, þess efn­is að sala áfeng­is verði heim­iluð í mat­vöru­versl­un­um, seg­ir að mik­il­vægt sé að áfengi verði áfram selt sam­kvæmt nú­ver­andi fyr­ir­komu­lagi.

Áfengisfrumvarp gegn stefnu Reykjavíkurborgar 2018-11-19T15:55:20+00:00

Fræðsla og forvarnir

Sigtúni 42, 105 Rekjavík

Phone: +354 511 1588