Áfengi

Áfengi er engin venjuleg neysluvara

2018-11-19T17:07:54+00:00

Áfengi Áfengi er engin venjuleg neysluvaraÁ morgunfundi IOGT í Norræna húsinu 6. febrúar var fjallað um áfengismál undir yfirskriftinni "áfengi er engin venjuleg neysluvara".  Í erindum Róberts Haraldssonar, Margrétar Maríu Sigurðardóttur, Rafns Jónssonar og Kjell-Ove Oskarsson kom fram að verði frumvarp til laga um að selja áfengi í matvöruverslunum samþykkt muni áfengisneysla aukast til muna hér á landi.  Afleiðingarnar kæmu fram í auknum vanda og kostnaði fyrir samfélagið.  Í máli sínu fjallaði Róbert um rök fylgjenda með tillögu um frjálsa áfengissölu og nefndi m.a. þá staðreynd að áfenginu mætti ekki líkja við aðrar neysluvörur [...]

Áfengi er engin venjuleg neysluvara 2018-11-19T17:07:54+00:00

Áfengi getur valdið krabbameinum

2018-11-19T17:08:06+00:00

Áfengi Áfengi getur valdið krabbameinum Alþjóðakrabbameinssamtökin (UICC) hafa valið 4. febrúar ár hvert til að vekja athygli á baráttunni gegn krabbameini. Nú deyja rúmlega átta milljónir manna í heiminum á ári af völdum krabbameina. Samtökin hafa í tilefni þessa dags í ár ákveðið að vekja athygli á heilbrigðum lífsháttum, skipulegri leit að krabbameini, að meðferð verði í boði fyrir alla og að lífsgæði fyrir krabbameinssjúklinga og aðstandendur verði tryggð. EuroCare, sem er samstarfsvettvangur evrópskra félagasamtaka sem vinna að ávana- og vímuvörnum, sendu frá sér ályktun í tilefni dagsins þar sem minnt er [...]

Áfengi getur valdið krabbameinum 2018-11-19T17:08:06+00:00

Góður árangur af núgildandi áfengisstefnu

2018-11-19T17:08:18+00:00

Áfengisstefna Góður árangur af núgildandi áfengisstefnu Í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi Félags áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu, FRÆ sem haldinn var 29. október síðastliðinn eru alþingismenn hvattir til þess að fella frumvarp sem nú liggur fyrir Alþingi um að afnema einkaleyfi Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins á smásölu áfengis og gefa sölu áfengis frjálsa. Í ályktuninni er hvatt til þess að lýðheilsusjónarmið og besta fyrirliggjandi þekking séu höfð að leiðarljósi við stefnumörkun sem varðar ávana- og vímuefni og minnt á að áfengi er engin venjuleg söluvara. Í ályktuninni segir einnig: ,,Áfengisneysla [...]

Góður árangur af núgildandi áfengisstefnu 2018-11-19T17:08:18+00:00

Skref aftur á bak í vernd barna

2018-11-19T17:08:25+00:00

Áfengisfrumvarpið Skref aftur á bak í vernd barnaÍ grein sem Þóra Jónsdóttir lögfræðingur og verkefnastjóri hjá Barnaheillum skrifar á visir.is segir að Barnaheill – Save the Children á Íslandi lýsi yfir áhyggjum vegna tillögu sem liggur fyrir Alþingi um að afnema einkaleyfi ÁTVR á áfengissölu og leyfa sölu áfengis í matvöruverslunum. Bent er m.a. á að sýnt hafi verið fram á með rannsóknum að aukið aðgengi að áfengi leiði til aukinnar neyslu þess og aukin áfengisneysla sé líkleg til að hafa slæm áhrif á líf barna. Af þessum sökum vara samtökin við því að þingmenn stígi [...]

Skref aftur á bak í vernd barna 2018-11-19T17:08:25+00:00

Stjórn Krabbameinsfélags Reykjavíkur á móti áfengisfrumvarpi

2018-11-19T17:09:34+00:00

Áfengisfrumvarpið Stjórn Krabbameinsfélags Reykjavíkur á móti áfengisfrumvarpi Stjórn Krabba­meins­fé­lags Reykja­vík­ur samþykkkti á stjórnarfundi 23. október sl. ályktun þar sem eindregið er lagst gegn því að einka­leyfi Áfeng­is- og tób­aksversl­un­ar rík­is­ins á smá­sölu áfeng­is verði af­numið og að smá­sala áfeng­is verði gef­in frjáls eins og frumvarp sem liggur fyrir Alþingi gerir ráð fyrir. Stjórn­in seg­ir að nú­ver­andi fyr­ir­komu­lag hafi gef­ist vel og að áfengisneysla Íslendinga sé með því minnsta sem þekkist. Stjórnin hvetur því alþingismenn til að fella frumvarpið. „Áfeng­isneysla er þekkt­ur og viður­kennd­ur áhættuþátt­ur gagn­vart mörg­um teg­und­um krabba­meina og hef­ur marg­vís­leg nei­kvæð áhrif á [...]

Stjórn Krabbameinsfélags Reykjavíkur á móti áfengisfrumvarpi 2018-11-19T17:09:34+00:00

Áskorun til þingmanna

2018-11-19T17:16:06+00:00

Áfengisfrumvarpið Áskorun til þingmanna Samstarfsráð um forvarnir samþykkti nýlega ályktun vegna frumvarps um að afleggja einkaleyfi Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins (ÁTVR) á smásölu áfengis og gefa smásölu áfengis frjálsa að ákveðnu marki.  Í samþykktinni, sem send var sem áskorun til þingmanna, stendur m.a. „Hér er um að ræða tillögu sem varðar mikla samfélagslega hagsmuni. Við förum þess á leit að fulltrúar okkar á Alþingi tryggi henni vandaða málsmeðferð sem byggir á langtímastefnumörkun í forvörnum og lýðheilsu“. Í lok textans segir „Við förum þess á leit að fulltrúar okkar á Alþingi kynni sér af kostgæfni [...]

Áskorun til þingmanna 2018-11-19T17:16:06+00:00

Áfengi í matvöruverslanir; gegn lýðheilsumarkmiðum?

2018-11-19T17:23:03+00:00

Áfengisfrumvarpið Áfengi í matvöruverslanir; gegn lýðheilsumarkmiðum? Unnið er að frumvarpi til laga um að heimila sölu áfengis í verslunum á Íslandi. Embætti landlæknis bendir á að taka þurfi tillit til niðurstaðna rannsókna og leiðbeininga Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) áður en slíkar ákvarðanir eru teknar. Landlæknisembættið segir að vanda þurfi til verka áður en ákvarðanir eru teknar um sölu áfengis í verslunum. Áfengi sé ekki venjuleg neysluvara og niðurstöður rannsókna sýni að aukið aðgengi að því, geti aukið áfengisneyslu. „Aðgerðirnar gætu leitt til aukinnar neyslu áfengis og aukins samfélagslegs kostnaðar“, segir á vef landlæknis. Ennfremur [...]

Áfengi í matvöruverslanir; gegn lýðheilsumarkmiðum? 2018-11-19T17:23:03+00:00

Hert löggjöf um ölvunarakstur

2018-11-19T17:27:07+00:00

Ölvunarakstur Hert löggjöf um ölvunarakstur Alsherjarnefnd hefur afgreitt þingsályktunartillögu sem felur meðal annars í sér að skoða lækkun refsimarka ölvunaraksturs úr 0,5 prómillum í 0,2. 

Sex þingmenn Framsóknarflokksins mæltu fyrir tillögunni og var hún samþykkt einróma í Alsherjarnefnd í síðustu viku.

Nefndin leggur til þess að þingsályktunartillagan verði samþykkt. Hún hljóðar svo: 

Alþingi ályktar að fela innanríkisráðherra að láta yfirfara viðurlög við ölvunar- og vímuefnaakstri við heildarendurskoðun umferðarlaga með það að markmiði að fækka slíkum tilvikum. Sérstaklega skuli skoða eftirfarandi leiðir: Lækkun refsimarka ölvunaraksturs úr 0,5 prómillum í 0,2 prómill og samsvarandi mæling [...]

Hert löggjöf um ölvunarakstur 2018-11-19T17:27:07+00:00

Áfengis- og vímuakstur þrefaldast á fimm árum

2018-11-19T17:49:27+00:00

Ölvunarakstur Áfengis- og vímuakstur þrefaldast á fimm árum Fjórðung banaslysa má rekja til þess að ökumaðurinn var undir áhrifum lyfja, fíkniefna eða áfengis. Nærri þrefalt fleiri voru teknir fyrir lyfja- eða fíkniefnaakstur í fyrra en fimm árum áður. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skráði hjá sér 331 skipti þar sem ökumaður var tekinn og reyndist vera undir áhrifum fíkniefna- eða lyfja árið 2008. Fimm árum seinna, eða í fyrra, var fjöldinn orðinn 818, nærri þrefalt fleiri. Á árunum 2008 til 2012 fórust 58 manns i 55 slysum í umferðinni. Í fjórtán þessara slysa var [...]

Áfengis- og vímuakstur þrefaldast á fimm árum 2018-11-19T17:49:27+00:00

Vilja aðhaldsaðgerðir í áfengis- og fíkniefnamálum

2018-11-19T17:49:33+00:00

Áfengis- og fíkniefnamál Vilja aðhaldsaðgerðir í áfengis- og fíkniefnamálum Heilbrigðisráðherra hefur samþykkt stefnuyfirlýsingu í áfengis- og fíkniefnamálum til 2020 „Stefna og aðgerðir skulu byggjast á bestu fáanlegu vísindagögnum um skilvirkni og hagkvæmni," segir meðal annars í nýrri stefnuyfirlýsingu stjórnvalda í áfengis- og vímuvörnum. Nýja stefnan gildir til ársins 2020 og hefur verið samþykkt af Kristjáni Þór Júlíussyni, heilbrigðisráðherra. Stefnunni er meðal annars ætlað að tryggja jöfnuð, en hún er gefin út af velferðarráðuneytinu. Í stefnuyfirlýsingunni, sem er sú fyrsta sinnar tegundar síðan verkefnaáætlunin Ísland án eiturlyfja 2002 var samþykkt árið 1997, kemur meðal annars fram að ætlunin sé að [...]

Vilja aðhaldsaðgerðir í áfengis- og fíkniefnamálum 2018-11-19T17:49:33+00:00

Fræðsla og forvarnir

Sigtúni 42, 105 Rekjavík

Phone: +354 511 1588