Áfengi

RÚV sektað vegna auglýsingar á áfengi

2019-01-14T14:10:54+00:00

Áfengismál RÚV sektað vegna auglýsingar á áfengi Fjöl­miðlanefnd hefur komist að þeirri niður­stöðu að með birt­ingu aug­lýs­ing­ar fyr­ir Eg­ils Gull 14. október 2015 á hafi Rík­is­út­varpið brotið gegn 4. mgr. 37. gr. laga um fjöl­miðla um bann við viðskipta­boðum fyr­ir áfengi og er gert að greiða 250.000 króna stjórn­valds­sekt vegna brotsins. Forsaga málsins er sú að Fjöl­miðlanefnd barst kvört­un frá For­eldra­sam­tök­um gegn áfengisaug­lýs­ing­um vegna umræddrar áfengisaug­lýs­ingar á RÚV. Í erindisamtakanna segir að um sé að ræða ,,auglýsinguna Egils Gull okkar bjór sem birtist í ýmsum myndum á RÚV, bæði í útvarpi og sjónvarpi. [...]

RÚV sektað vegna auglýsingar á áfengi 2019-01-14T14:10:54+00:00

Aukning skaðlegrar áfengisneyslu er mikið áhyggjuefni

2018-11-19T15:51:27+00:00

Áfengi Aukning skaðlegrar áfengisneyslu er mikið áhyggjuefni Ísland er eitt fárra ríkja innan OECD þar sem áfengisneysla hefur aukist á síðustu 20 árum. Óhófleg áfengisneysla hefur aukist á meðal ungmenna og kvenna í mörgum ríkjum OECD. Aukning óhóflegrar og skaðlegrar áfengisneyslu er mikið áhyggjuefni og henni fylgir aukið ofbeldi og fjölgun umferðarslysa auk þess sem hún hefur slæm áhrif á heilbrigði fólks. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu OECD sem kynnt var í gær. OECD bendir á að stjórnvöld geti gert eitt og annað til að stemma stigu við óhóflegri áfengisdrykkju; aukið [...]

Aukning skaðlegrar áfengisneyslu er mikið áhyggjuefni 2018-11-19T15:51:27+00:00

Sala áfengis í matvöruverslunum stangast á við öll þekkt markmið um lýðheilsu og heilbrigði almennings

2018-11-19T15:51:33+00:00

Áfengisfrumvarp Sala áfengis í matvöruverslunum stangast á við öll þekkt markmið um lýðheilsu og heilbrigði almennings Nýráðinn landlæknir, Birgir Jakobsson, er í viðtali í síðasta tölublaði Læknablaðsins. Birgir var áður forstjóri Karolinska sjúkrahússins í Stokkhólmi, eins stærsta og virtasta sjúkrahúss á Norðurlöndum.Spurður um skoðun Embættis landlæknis á frumvarpinu sem nú liggur fyrir Alþingi um að leyfa sölu á áfengi í matvörubúðum segir landlæknir hana skýra: „Afstaða embættisins í báðum þessum málum er algjörlega afdráttarlaus enda stangast hvorutveggja á við öll þekkt markmið um lýðheilsu og heilbrigði almennings. Hlutverk embættisins í lýðheilsumálum er alveg [...]

Sala áfengis í matvöruverslunum stangast á við öll þekkt markmið um lýðheilsu og heilbrigði almennings 2018-11-19T15:51:33+00:00

Takmarka áfengisneyslu flugfarþega

2018-11-19T15:51:39+00:00

Samgöngur Takmarka áfengisneyslu flugfarþega Scandinavian airline-SAS hefur tilkynnt nýjar viðmiðunarreglur um áfengisneyslu farþega um borð í vélum félagsins. Reglurnar eru tilkomnar vegna vandamála vegna drukkinna farþega síðastliðið sumar. Samkvæmt hinum nýju reglum takmarkast afgreiðsla um borð við þrjá drykki að hámarki. Flugfélagið sendi fyrir skömmu frá sér fréttatilkynningu þar sem segir að drukknir farþegar hafi valdið áhöfnum véla þeirra vandræðum á leiðum til nokkurra áfangastaða í Evrópu árið 2014 og að félagið hefði ákveðið að bregðast við með þessum hætti til þess að stuðla að betra öryggi farþega og áhafna. Sjá upphaflegu [...]

Takmarka áfengisneyslu flugfarþega 2018-11-19T15:51:39+00:00

Allraheill – undirskriftarátak á móti frjálsri sölu áfengis

2018-11-19T15:51:52+00:00

Áfengisfrumvarpið Allraheill - undirskriftarátak á móti frjálsri sölu áfengis Þessa daga fer fram undirskriftarátak á netinu, www.allraheill.is þar sem mótmælt er frumvarpi um frjálsa sölu áfengis.  Undirskriftarsöfnunin hófst 31. mars og með henni er verið að  undirstrika það sem kemur fram í könnunum, að meirihluti þjóðarinnar er á móti frjálsri sölu áfengis. Það eru Bindindissamtökin IOGT á Íslandi, Núll prósent og Barnahreyfing IOGT á Íslandi sem standa að þessu átaki og með því skora á þingmenn að hafa réttindi barna og ungmenna í fyrirrúmi þegar ákvörðun um áfengisfrumvarpið er tekin. Í áskorun sem send var [...]

Allraheill – undirskriftarátak á móti frjálsri sölu áfengis 2018-11-19T15:51:52+00:00

Áfengisfrumvarp gegn stefnu Reykjavíkurborgar

2018-11-19T15:55:20+00:00

Áfengisfrumvarpið Áfengisfrumvarp gegn stefnu Reykjavíkurborgar For­varn­ar­full­trú­ar Reykja­vík­ur­borg­ar telja að frum­varp um af­nám einka­sölu á áfengi fari gegn stefnu Reykja­vík­ur­borg­ar í for­vörn­um og tek­ur vel­ferðarsvið borg­ar­inn­ar und­ir það sjón­ar­mið. Sviðið tel­ur mik­il­vægt að frum­varpið nái ekki fram að ganga. Í um­sögn vel­ferðarsviðs borg­ar­inn­ar um frum­varp Vil­hjálms Árna­son­ar, þing­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins, þess efn­is að sala áfeng­is verði heim­iluð í mat­vöru­versl­un­um, seg­ir að mik­il­vægt sé að áfengi verði áfram selt sam­kvæmt nú­ver­andi fyr­ir­komu­lagi.

Áfengisfrumvarp gegn stefnu Reykjavíkurborgar 2018-11-19T15:55:20+00:00

Hefur áhyggjur af áhrifum á lýðheilsu og hvetur alþingismenn til þess að fella áfengisfrumvarpið

2018-11-19T16:02:17+00:00

Áfengisfrumvarpið Hefur áhyggjur af áhrifum á lýðheilsu og hvetur alþingismenn til þess að fella áfengisfrumvarpið Mariann Skar framkvæmdastjóri Eurocare hvetur alþingismenn til þess að fella áfengisfrumvarpið sem nú bíður frekari umræðu og afgreiðslu á Alþingi. Eurocare er samstarfsvettvangur félagasamtaka í Evrópu sem vinna að áfengisvörnum og lýðheilsu. Mariann hefur áhyggjur af afleiðingum þess fyrir heilsu Íslendinga verði frumvarpið samþykkt og segir á vefsíðu samtakanna að aðgengi sé tvímælalaust meðal viðurkenndustu leiða til þess að vernda heilsu fólks. Sölu- og afgreiðslutími sé mikilvægur en það hafi einnig sýnt sig að ríkisreknar áfengiseinkasölur standi sig betur [...]

Hefur áhyggjur af áhrifum á lýðheilsu og hvetur alþingismenn til þess að fella áfengisfrumvarpið 2018-11-19T16:02:17+00:00

Kári á móti áfengisfrumvarpinu

2018-11-19T16:11:06+00:00

Áfengisfrumvarpið Kári á móti áfengisfrumvarpinu Kári Stefánsson, læknir og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist í viðtali í Morgunblaðinu í dag (5. mars 2015 og Eyjan vitnar líka í) alfarið vera á móti áfengisfrumvarpinu sem nú liggur fyrir Alþingi og bíður þar annarrar umræðu. Segir Kári rangt, sem reynt sé að halda fram í frumvarpinu, að áfengi sé ekki hættulegt því staðreyndin sé sú að 12,5 prósent þjóðarinnar búi við verri hag en ella vegna þess, séu ýmist alkóhólistar eða skyldmenni alkóhólista.

Kári á móti áfengisfrumvarpinu 2018-11-19T16:11:06+00:00

Áfengisfrumvarp: Minnihluti stendur að meirihlutaáliti

2018-11-19T16:22:57+00:00

Áfengisfrumvarpið Áfengisfrumvarp: Minnihluti stendur að meirihlutaálitiMinni­hluti stend­ur að meiri­hluta­áliti Alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd af­greiddi frum­varp um smá­sölu áfeng­is á fundi sín­um í morg­un og fer það nú til 2. umræðu á Alþingi. Þó að meiri­hluti hafi verið fyr­ir því að af­greiða frum­varpið úr nefnd­inni stóðu aðeins þrír nefnd­ar­menn af níu að meiri­hluta­áliti á því.Frum­varpið hef­ur ekki notið stuðnings meiri­hluta nefnd­ar­inn­ar en því var engu að síður vísað áfram til umræðu á þingi á fundi nefnd­ar­inn­ar í dag. Ekki ligg­ur fyr­ir hvenær 2. umræða um það verður tek­in á dag­skrá.Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is stóðu aðeins þrír nefnd­ar­menn að [...]

Áfengisfrumvarp: Minnihluti stendur að meirihlutaáliti 2018-11-19T16:22:57+00:00

Áfengisfrumvarpið enn í nefnd

2018-11-19T16:45:59+00:00

Áfengisfrumvarpið Áfengisfrumvarpið enn í nefnd Áfengisfrumvarpið var tekið fyrir á fundi allsherjar- og menntamálanefndar á Alþingi síðastliðinn þriðjudag. Til stóð að greiða atkvæði um hvort málið færi út úr nefnd og í 2. umræðu á þinginu. Formaður nefndarinnar ákvað hins vegar að fresta atkvæðagreiðslunni þar sem Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingar, lagði fram nýjar upplýsingar í málinu sem hann vildi að nefndarmenn kynntu sér. Gagnrýndi Guðbjartur skort á upplýsingum um áhrif breytinganna sem fylgdu frumvarpinu og kallaði eftir upplýsingum um kostnað við framkvæmd þess. Samkvæmt fréttum virðist ekki vera meirihluti fyrir frumvarpinu innan allsherjar- og menntamálanefndar. [...]

Áfengisfrumvarpið enn í nefnd 2018-11-19T16:45:59+00:00

Fræðsla og forvarnir

Sigtúni 42, 105 Rekjavík

Phone: +354 511 1588