Kannabis

Mikill meirihluti á móti lögleiðingu kannabisefna

2018-11-16T17:01:23+00:00

Kannabis Mikill meirihluti á móti lögleiðingu kannabisefna Ný könnun MMR á afstöðu landsmanna til lögleiðingar á neyslu kannabisefna á Íslandi sýnir að mikill meirihluti er henni frekar eða mjög andvígur, eða 76,8 prósent sem er aukning um 1 prósentustig frá sams konar könnun sem gerð var í apríl í fyrra. Spurt var: Hversu fylgjandi eða andvíg(ur) ert þú því að neysla kannabisefna verði gerð lögleg á Íslandi. Eins og í fyrri könnunum MMR á þessu er talsverður munur á viðhorfi fólks eftir aldri og kyni. Einnig er munur á viðhorfunum eftir því [...]

Mikill meirihluti á móti lögleiðingu kannabisefna 2018-11-16T17:01:23+00:00

Fræðslumálþing um kannabis

2018-11-19T15:51:21+00:00

Kannabis Fræðslumálþing um kannabisFræðslumálþing um kannabis var nýlega haldið af Fræðslu og forvörnum í samstarfi við Embætti landlæknis og velferðarráðuneytið. Tilgangur þess var að taka saman fyrirliggjandi upplýsingar um áhrif kannabisneyslu á einstaklinga og samfélag; auka færni og þekkingu þeirra sem þurfa að fjalla um kannabistengd mál og stuðla að upplýstri umræðu og ábyrgri opinberri stefnumörkun. Á málþinginu fjallað Árni Einarsson, framkvæmdastjóri FRÆ um kannabismál og verkefnið Bara gras?, Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir hjá SÁÁ fjallaði um um eðli og eiginleika kannabisefna, áhrif þess á líkamlega heilsu og meint læknisfræði- og lyfjagildi. Halldóra Jónsdóttir yfirlæknir á [...]

Fræðslumálþing um kannabis 2018-11-19T15:51:21+00:00

„Það er ekkert til í því að kannabisolía hafi lækningamátt við krabbameini“

2018-11-19T16:33:27+00:00

Kannabis „Það er ekkert til í því að kannabisolía hafi lækningamátt við krabbameini“ Magnús Karl Magnússon, prófessor í lyfja- og eiturefnafræði var í viðtali á Bylgjunni 23. febrúar en hann var gestur þáttarins ásamt Gunnari Bjarna Ragnarssyni, yfirlæknir og krabbameinslæknir á LSH. Þar ræddu þeir um mögulegan lækningamátt kannabis. „Það er mjög einfalt að meta þetta, ef maður skoðar þær rannsóknir sem hafa verið birtar um áhrifamátt olíunnar. Þetta er einfaldlega ekki byggt á neinum rökum og það er geysilega alvarlegt þegar menn koma fram með svona stórar yfirlýsingar,“ segir Magnús Karl. Þar vitnar [...]

„Það er ekkert til í því að kannabisolía hafi lækningamátt við krabbameini“ 2018-11-19T16:33:27+00:00

Staðreynd að neysla kannabisefna getur valdið geðrofi

2018-11-21T13:52:03+00:00

Kannabis Staðreynd að neysla kannabisefna getur valdið geðrofi „Neysla kannabisefna getur aukið hættuna á því að fólk fái geðrofssjúkdóm á borð við geðklofa og ungt fólk sem byrjar slíka neyslu snemma er í sérstökum áhættuhóp. Þessi sami hópur getur líka fengið geðrofssjúkdóma seinna á ævinni“, segir geðlæknir sem telur litla umræðu vera um skaðsemi kannabisefna.  Nanna Briem geðlæknir starfar á endurhæfingardeild fyrir ungt fólk með byrjunareinkenni geðrofssjúkdóma. „Tengsl kannabisneyslu og geðsjúkdóma hafa lítið verið rædd en það er staðreynd að neysla slíkra efna getur haft mikil áhrif á þróun geðraskana. Erlendar [...]

Staðreynd að neysla kannabisefna getur valdið geðrofi 2018-11-21T13:52:03+00:00

Tvö ríki BNA lögleiða maríjúana

2018-11-21T13:52:45+00:00

Kannabis Tvö ríki BNA lögleiða maríjúana Samhliða forsetakosningunum í Bandaríkjunum sem haldnar voru 7. nóvember síðastliðinn kusu íbúar þriggja ríkja, Colorado, Washington og Oregon, um lögleiðingu á marijúana. Lögleiðing var samþykkt í Coloradao og Washington, en íbúar Oregon höfnuðu tillögunni. Þetta eru fyrstu ríkin sem lögleiða maríjúana sem framvegis mun lúta sömu lögmálum og áfengi. Massachusetts samþykkti lögleiðingu efnisins í lækningaskyni, en sambærileg tillaga var felld í Arkansas. Samkvæmt lagabreytingunni má einstaklingur yfir 21 árs aldri kaupa allt að 28 grömm af viðurkenndum endursöluaðila sem verða aðskildir þeim sölustöðum sem þjónusta [...]

Tvö ríki BNA lögleiða maríjúana 2018-11-21T13:52:45+00:00

Kannabisneysla veldur varanlegri greindarskerðingu

2018-11-20T18:26:06+00:00

Kannabis Kannabisneysla veldur varanlegri greindarskerðingu Ungt fólk sem neytir kannabisefna, reykir hass og marjúana, sætir gjarnan mikilli og varanlegri greindarskerðingu. Skerðingu sem ekki gengur að fullu  til baka þótt neyslu sé hætt. Þetta er staðfest í viðamikilli rannsókn sérfræðinga á Nýja Sjálandi. Fylgst var grannt með rúmlega þúsund manns í tvo áratugi, frá barnsaldri og fram á fertugsaldur, og greind þeirra mæld með jöfnu millibili. Þegar tillit er tekið til alls annars; svo sem skólagöngu, áfengisneyslu, og jafnvel neyslu annarra fíkniefna, telja sérfræðingarnir engum vafa undirorpið að þeir sem reykja hass [...]

Kannabisneysla veldur varanlegri greindarskerðingu 2018-11-20T18:26:06+00:00

Kynbætt kannabis og aukin framleiðsla

2018-11-20T18:26:38+00:00

Kannabis Kynbætt kannabis og aukin framleiðsla Kynbætur á kannabisplöntum sem framleiddar eru hér á landi hafa orðið til þess að marijúana er sterkara en nokkru sinni fyrr. Kannabisframleiðslan hefur margfaldast eftir hrun og um fjögur hundruð mál koma árlega inn á borð lögreglunnar.Fíkniefnamarkaðurinn á Íslandi veltir milljörðum árlega en ekki er ljóst hversu þungt kannabissala vegur af honum. Miðað við fjölda mála hjá fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu blómstrar framleiðslan og hefur aukist mikið síðustu ár.  Óvenju mörg mál komu til kasta lögreglunnar í síðasta mánuði en þá gerði fíkniefnadeildin sérstaka atlögu að kannabisframleiðslu.Karl Steinar [...]

Kynbætt kannabis og aukin framleiðsla 2018-11-20T18:26:38+00:00

Málþing Bara gras? í Hagaskóla

2018-11-20T18:27:18+00:00

Hundar Málþing Bara gras? í Hagaskóla Miðvikudaginn 29. febrúar verður haldið málþingið Bara gras? í Hagaskóla í Reykjavík. Að þessu sinni mun Andrés Magnússon, geðlæknir fjalla um fíkn og skaðsemi kannabisneyslu, hvað er kannabis, um líkamleg áhrif kannabis á unga neytendur, hvernig þróast fíkn og hver er áhættan? Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn fjallar um afskipti lögreglu vegna kannabismálum,  Ásta Lára Jónsdóttir, verkefnastjóri félagsmiðstöðvarinnar Frosta og María Helena Sarabia, foreldri, fjallar um hvað foreldrar geta gert?  Fundarstjóri: S. Ingibjörg Jósefsdóttir, skólastjóri, en fundurinn er opinn öllum á meðan húsrúm leyfir. [...]

Málþing Bara gras? í Hagaskóla 2018-11-20T18:27:18+00:00

Líklegt að fíkniefni séu framleidd á Íslandi til útflutnings

2018-11-21T13:56:46+00:00

Fíkniefnaframleiðsla Líklegt að fíkniefni séu framleidd á Íslandi til útflutnings Í nýrri skýrslu frá ríkislögreglustjóra er talið líklegt að fíkniefni séu framleidd hér á landi til útflutnings. Vísbendingar um umfang framleiðslunnar bendi til þess að hún sé ekki öll til heimabrúks. Í skýrslunni segir m.a.: Fyrirliggjandi upplýsingar eru á þann veg að framleiðsla á örvandi efnum og marijúana hafi stóraukist hér á landi á undanförnum árum. Að einhverju leyti má tengja þessa þróun við hrun fjármálakerfisins haustið 2008 og þá efnahagsörðugleika og gjaldeyrishöft sem því hafa fylgt. Þó ber að taka [...]

Líklegt að fíkniefni séu framleidd á Íslandi til útflutnings 2018-11-21T13:56:46+00:00

Líklegt að ræktun kannabis og framleiðsla örvandi efna færist í vöxt í dreifbýli

2018-11-21T14:04:23+00:00

Kannabis Líklegt að ræktun kannabis og framleiðsla örvandi efna færist í vöxt í dreifbýli Í nýrri skýrslu frá ríkislögreglustjóra er talið að líkur séu á að ræktun á kannabis og framleiðsla örvandi efna færist í vöxt í dreifbýli þar sem erfiðara er að koma við eftirliti. Árangur lögreglu í baráttu gegn framleiðslu fíkniefna á höfuðborgarsvæðinu sé einnig líklegur til að verða glæpamönnum hvati til að flytja framleiðslu sína út úr umdæminu. Mikilvægt sé að lögregla í dreifbýli hafi þennan möguleika í huga.

Líklegt að ræktun kannabis og framleiðsla örvandi efna færist í vöxt í dreifbýli 2018-11-21T14:04:23+00:00

Fræðsla og forvarnir

Sigtúni 42, 105 Rekjavík

Phone: +354 511 1588