Kannabis

Tvö ríki BNA lögleiða maríjúana

Samhliða forsetakosningunum í Bandaríkjunum sem haldnar voru 7. nóvember síðastliðinn kusu íbúar þriggja ríkja, Colorado, Washington og Oregon, um lögleiðingu á marijúana. Lögleiðing var samþykkt í Coloradao og Washington, en íbúar Oregon höfnuðu tillögunni. Þetta eru fyrstu ríkin sem lögleiða maríjúana sem framvegis mun lúta sömu lögmálum og áfengi. Massachusetts samþykkti lögleiðingu efnisins í lækningaskyni, en sambærileg tillaga var felld í Arkansas.

Samkvæmt lagabreytingunni má einstaklingur yfir 21 árs aldri kaupa allt að 28 grömm af viðurkenndum endursöluaðila sem verða aðskildir þeim sölustöðum sem þjónusta sjúklinga. Það verður einnig löglegt að vera með efnin í fórum sínum en ekki má neyta þeirra á opinberum stöðum. Þar til lögin hafa hlotið staðfestingu, en það getur tekið allt að tvo mánuði, verður áfram hægt að refsa mönnum fyrir fíkniefnabrot er varða marijúana.

Hingað til hefur marijúana verið löglegt í nokkrum ríkjum í læknisfræðilegum tilgangi þar sjúklingar geta fengið skrifað upp á marijúana hjá lækni og leyst það út hjá viðurkenndum kannabissölustöðum.

Mikil óvissa er engu að síður með framhaldið því ríkin eru bæði að fara ótroðnar slóðir. Ekkert fordæmi er fyrir lögleiðingu marijúana til einkanota í Bandaríkjunum og alríkislög skilgreina efnin enn sem ólögleg. Gagnrýnendur hafa einnig bent á að hættan sé að ríkin verði áfangastaður „fíkniefnatúrista“ og skotmörk fyrir alríkislögregluna. Þá er óttast að fíkniefnaneysla muni aukast meðal barna og fólk fari í auknum mæli að aka undir áhrifum.

Deila þessari frétt

Nýlegar fréttir

Safn

Flokkar

Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.