Kannabis
Líklegt að ræktun kannabis og framleiðsla örvandi efna færist í vöxt í dreifbýli
Í nýrri skýrslu frá ríkislögreglustjóra er talið að líkur séu á að ræktun á kannabis og framleiðsla örvandi efna færist í vöxt í dreifbýli þar sem erfiðara er að koma við eftirliti. Árangur lögreglu í baráttu gegn framleiðslu fíkniefna á höfuðborgarsvæðinu sé einnig líklegur til að verða glæpamönnum hvati til að flytja framleiðslu sína út úr umdæminu. Mikilvægt sé að lögregla í dreifbýli hafi þennan möguleika í huga.
Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.