,,Áfengisgjald eða betur nefnt áfengisskaðagjald – þarf að hækka í samræmi við verðbólgu og verðlagsvísitölu. Sérstaklega þarf að leiðrétta að gjaldið hefur ekki hækkað í samræmi við verðbólgu síðustu áratugi.  Ef við lítum á áfengisgjaldið 1998 og nú 1. janúar 2025, þá þarf að hækka gjaldið um 35 %.“ Þetta segir Björn Sævar Einarsson, formaður IOGT á Íslandi, í sparnaðarráði sem hann sendi í Samráðsgátt ríkisstjórnarinnar.

Björn birtir töfluna hér að neðan máli sínu til stuðnings. Hún sýnir breytinguna á áfengisgjaldi fyrir bjór, léttvín og sterkt vín frá ágúst 1998 til janúar 2025 og hvert gjaldið ætti að vera ef það hefði fylgt vísitölu. T.d. er áfengisgjaldið fyrir bjór núna 150,85 kr en ætti að vera 203,72 kr, Það er 58,70 kr eða  35,05 % hærra. Þetta telur Björn brýnt að leiðrétta og bendir á að áfengisneysla á Íslandi hafi nærri tvöfaldast og á sama tíma hafi skorpulifur áttfaldast. Næsta víst sé að áfengistengdum krabbameinum muni fjölga á Íslandi á næstu árum og áratugum, vegna þessarrar auknu áfengisneyslu.

Vísutölubreyting  1998->2025 347,06%
Áfengisgjald (kr./cl.) Ágúst 1998 Jan.2025 Gjald ætti að vera % hækkun
áfengisgjalds
Áfengisgjald þarf að
hækka um
Krónuhækkun
Bjór 58,70 150,85 203,72 256,98% 35,05% 58,70
Léttvín 52,80 137,40 183,25 260,23% 33,37% 52,80
Sterkt vín 57,50 185,95 199,56 323,39% 7,32% 57,50

Heimildir sem vitnað er í:

Verðlagsreiknivél Hagstofan: https://hagstofa.is/verdlagsreiknivel

505/1998 Reglugerð um áfengisgjald. https://island.is/reglugerdir/nr/0505-1998

Áfengisgjald 2025: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2024/12/20/Skattabreytingar-a-arinu-2025/

Skorpulifur í stórsókn. Sigurður Ólafsson læknir https://www.laeknabladid.is/tolublod/2023/11/nr/8450

Við værum þakklát ef þú deilir þessari frétt ...

Nýlegar fréttir

Safn

Flokkar