,,Forvarnarsamtök fagna því að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin láti sig varða fyrirkomulag áfengissölu á Íslandi og vísi í því samhengi til lögreglukæru sem enga niðurstöðu hafi hlotið. Af þessu tilefni vilja forvarnarsamtök enn árétta margítrekaðar beiðnir til lögreglunnar um að leiða til lykta kærur sem ÁTVR lagði fram á hendur netsölu fyrir tæpum 5 árum, eða þann 16. júní 2020, netsölu sem selur í smásölu beint af innlendum lager til neytenda. Með aðgerðarleysi stjórnvalda er jafnt og þétt grafið undan lýðheilsustefnunni. Ekki er boðlegt að lögreglan hunsi kæru ÁTVR út í hið óendanlega.“

Þetta segir í fréttatilkynningu sem breiðfylking forvarnarsamtakanna Fræðsla og forvarnir – félag áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu, Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum, IOGT á Íslandi og SAFF-Samstarf félagasamtaka í forvörnum sendu frá sér í dag, í tilefni af nýrri skýrslu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), Norrænu áfengiseinkasölurnar: mikilvægi hlutverks þeirra í heildstæðri áfengisstefnu og bættri lýðheilsu, sem gefin var út 3. febrúar síðastliðinn (2025). Tilkynningin var send fjölmiðlum, alþingismönnum og öllum ráðuneytum.

Forvarnasamtökin taka undir hvatningu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar frá 3. febrúar sl. til norrænna stjórnvalda um að forgangsraða í þágu heilsu og standa gegn ásókn í átt að einkavæðingu í áfengissölu. Slík ásókn getur brotið niður alþjóðlega viðurkennt fyrirkomulag, sem dregur úr áfengistengdum skaða og verndar lýðheilsu.

Í fréttatilkynningunni er einnig tekið undir þá niðurstöðu WHO sem fram kemur í skýrslunni að ESB ríkin geti lært af því heildstæða sölufyrirkomulagi áfengis sem notað er á Norðurlöndum að Danmörku undanskilinni. Svo segir orðrétt í tilkynningunni:

,,Í skýrslunni Norrænu áfengiseinkasölurnar: mikilvægi hlutverks þeirra í heildstæðri áfengisstefnu og bættri lýðheilsu, sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin gaf út sama dag er fjallað um að lögum hafi verið breytt á Íslandi til að leyfa sölu áfengis á innlendum framleiðslustöðum og þar með verið dregið úr hlutverki ÁTVR. Aðrar breytingar hafi ekki verið gerðar á lögum. Þrátt fyrir það hafi netsalan aukist umtalsvert á síðustu árum. Þá segir í skýrslunni að búið sé að kæra netsölu áfengis til lögreglunnar sem hafi ekki enn komist að niðurstöðu um hvort ákærur verði lagðar fram á hendur netsöluaðilum.

Forvarnarsamtök fagna því að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin láti sig varða fyrirkomulag áfengissölu á Íslandi og vísi í því samhengi til lögreglukæru sem enga niðurstöðu hafi hlotið. Af þessu tilefni vilja forvarnarsamtök enn árétta margítrekaðar beiðnir til lögreglunnar um að leiða til lykta kærur sem ÁTVR lagði fram á hendur netsölu fyrir tæpum 5 árum, eða þann 16. júní 2020, netsölu sem selur í smásölu beint af innlendum lager til neytenda. Með aðgerðarleysi stjórnvalda er jafnt og þétt grafið undan lýðheilsustefnunni. Ekki er boðlegt að lögreglan hunsi kæru ÁTVR út í hið óendanlega.“

Hér fyrir aftan er Ítarefni sem fylgdi fréttatilkynningunni:

  • WHO hvetur norræn stjórnvöld til að standast ásókn einkavæðingar í áfengissölu

Í glænýrri skýrslu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin(WHO), Norrænu áfengiseinkasölurnar: mikilvægi hlutverks þeirra í heildstæðri áfengisstefnu og bættri lýðheilsu, er lögð áhersla á heildstætt sölufyrirkomulag áfengis sem notað er á Norðurlöndunum og önnur ESB-ríki gætu lært af. Skýrslan var gefin út 3. febrúar sl.

  • Beðið sé eftir niðurstöðu lögreglunnar á Íslandi

Í skýrslunni er fjallað um lagabreytingar á Ísland og m.a. tilgreint að áfengisstefna og ríkiseinkasala áfengis sé á sameiginlegri ábyrgð heilbrigðisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra. Sagt er að lögum hafi verið breytt til að leyfa sölu áfengis á innlendum framleiðslustöðum og þar með verið dregið úr hlutverki ÁTVR. Aðrar breytingar hafi ekki verið gerðar á lögum. Þrátt fyrir það hefur netsalan aukist umtalsvert á síðustu  árum. Búið sé að kæra netsölu áfengis til lögreglunnar sem hafi ekki enn komist að niðurstöðu um hvort ákærur verði lagðar fram á hendur netsöluaðilum (bls. 34).

“Similar relaxations in alcohol sales legislation have taken place in Iceland, undermining the role of the State Alcohol and Tobacco Company of Iceland (ÁTVR) and its alcohol retail store chain Vínbúðin. Changes in Iceland’s legislation have reduced the role of its State monopoly by permitting national breweries to sell directly to customers (110). Further changes have not otherwise been made to the legislation. In spite of this, online sales of alcohol have increased significantly in recent years. The online sale of alcohol has been reported to the police, who have yet to decide whether charges will be filed against online retailers (111).”

  • Gróðasæknum aðilum leyft að fara inn á markað innanlands og ógna ríkiseinkasölunni

Í skýrslunni er einnig fjallað um hvernig grafið hefur verið undan ríkiseinkasölu með því að leyfa gróðasæknum smásöluaðilum að fara inn á innlenda markaði. Aðilum sem hafa ekki velferðarsjónarmið að leiðarljósi. Slíkt geti að lokum riðið ríkiseinkasölunni að fullu (bls. 34).

“Ongoing policy developments in Finland, Iceland and Sweden highlight the significant risk – already partly realized – of a gradual erosion of the fundamental functions of the Nordic alcohol retail monopolies. This erosion arises as profit-seeking retailers are permitted to enter national markets and sell a substantial portion of products, operating outside the overarching welfare considerations that govern the monopolies. The gradual erosion of the monopolies’ exclusive rights to alcohol sales could ultimately lead to their complete collapse.”

  • Undangröfturinn vinnur gegn lýðheilsu

Þá segir að eftir því sem meira er gefið eftir af sölu utan ríkiseinksölunnar eykst aðgengið og neyslan með tilheyrandi skaða fyrir íbúana, sem veldur m.a. áhyggjum af yngri aldurshópum. Áframhaldandi rekstur ríkiseinkasölunnar, sem býður upp á mikið úrval af vörum, sérfróðu starfsfólki og veitir viðskiptavinum mikla þjónustu, verður æ ósjálfbærari ef hægt er að kaupa æ meira áfengi utan hennar. Að leyfa slíka sölu  utan ríkisáfengissölunnar grefur undan tilgangi norrænu ríkisáfengissölunnar sem lýðheilsumiðaðs fyrirkomulags  og vinnur gegn grundvallarmarkmiðum hennar (bls. 34-35).

“As more concessions allowing sales of alcoholic beverages outside the monopolies are made, their coverage rates will decline against a backdrop of increasing alcohol availability, resulting in greater consumption and associated harms at the population level, with specific concerns for younger age groups. Maintaining the monopolies’ specialized stores, which offer a wide selection of products, employ knowledgeable staff and provide high levels of customer service, will become increasingly unsustainable if more alcohol can be purchased outside these entities. Allowing a broad range of alcohol products to be sold externally undermines the purpose of the Nordic monopolies as public health-oriented organizations and defeats their fundamental objectives”.

  • Norrænt sölufyrirkomulag sem önnur ESB ríki gætu lært af

Í fréttatilkynningu WHO í tilefni úgáfunnar segir WHO að norræna einkasölufyrirkomalagið á sölu áfengis sé til fyrirmyndar við að draga úr áfengisneyslu og skaða áfengis. Norrænu ríkiseinkasölurnar séu heildstætt sölufyrirkomulag sem önnur ESB-ríki gætu lært af.

Fyrirkomulagið sem tíðkast í Finnlandi, Íslandi, Noregi Svíþjóð og Færeyjum hefur stuðlað að tiltölulega lítilli áfengisneyslu og dregið úr áfengistengdum skaða á Norðurlöndum.

Norræna nálgunin (að Danmörku og Grænlandi undanskildu) takmarkar fjölda útsölustaða áfengis og lágmarkar viðskiptaleg áhrif öfugt við sölufyrirkomulag áfengis í hagnaðarskyni.

Ríkiseinkasalan – ÁTVR á Íslandi (með Vínbúðina sem smásöluverslun fyrir áfengi), Systembolaget í Svíþjóð, Alko í Finnlandi, Rúsdrekkasøla í Færeyjum og Vinmonopolet í Noregi – starfa með skýrt markmið: að vernda lýðheilsu umfram hagnað.

Með takmörkunum á fjölda verslana, sölutíma og söludögum, ströngu  aldurseftirliti og engri markaðssetningu né afsláttum, leggja þessar ríkiseinkasölur áherslu á að áfengi ber með sé eðlislæga áhættu (inherent risk), frekar en að meðhöndla það sem venjulega neysluvöru.

  • WHO hvetur stjórnvöld til að forgangsraða heilsu og verja alþjóðlega viðurkennt líkan

Blikur eru á loft vegna þrýstings og aðsteðjandi ógna. Þrátt fyrir mikinn stuðning almennings og sannana fyrir heilsufarslegum ávinningi af ríkiseinkasölunni hefur lögum nýlega verið breytt í nokkrum norrænum ríkjum. Slíkt gefur til kynna hugsanlega breytingu í átt að einkavæðingu áfengissölu í smásölu, sem gæti gert áratuga ávinning af lýðheilsustefnu að engu.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hvetur stjórnvöld á Norðurlöndum til að forgangsraða heilsu og standa gegn ásókn í átt að einkavæðingu í áfengissölu. Slík ásókn getur brotið niður alþjóðlegt viðurkennt fyrirkomulag, sem dregur úr áfengistengdum skaða og verndar lýðheilsu.

Sjá nánar efni sem vísað er til:

Við værum þakklát ef þú deilir þessari frétt ...

Nýlegar fréttir

Safn

Flokkar