Tóbak

Enn dregur úr reykingum Íslendinga en tóbaksneysla í vör eykst

2018-11-16T18:38:10+00:00

Neftóbak Enn dregur úr reykingum Íslendinga en tóbaksneysla í vör eykst Í maíhefti Talnabrunns Embættis landlæknis eru birtar tölur úr nýrri könnun á tóbaksnotkun Íslendinga. Þær sýna að reykingar hér á landi eru hvað minnstar í Evrópu. Í könnuninni kemur fram að frá árinu 2012 hefur dregið úr daglegum reykingum Íslendinga 18 ára og eldri, úr 14,2% í 11,3%. Meira hefur dregið úr daglegum reykingum karla en kvenna og mest hefur dregið úr reykingum í yngri aldurshópunum, einkum hjá 18-44 ára körlum og 18-24 ára konum. Reykingar eru algengastar hjá fólki um og yfir [...]

Enn dregur úr reykingum Íslendinga en tóbaksneysla í vör eykst 2018-11-16T18:38:10+00:00

Sala á íslensku neftóbaki hefur aukist mikið

2018-11-19T16:46:10+00:00

Neftóbak Sala á íslensku neftóbaki hefur aukist mikið Í samantekt í DV og Kjarnanum í dag er fjallað um íslenska neftóbakið, þróun í neyslu og skaðleg innihaldsefni. Þar kemur m.a. fram að í íslenska neftóbakinu ,,Rudda“ er 115% meira nikótín en í sænska munntóbakinu General. Alls er magn nikótíns í íslenska neftóbakinu 2,8 prósent en 0,75 prósent í General snusinu sænska. Innihald íslenska neftóbaksins er að hrátóbak, sem er flutt inn frá Svíþjóð, vatn, pottaska, salt og ammóníak. Mun minna er þó af krabbameinsvaldandi efnum í íslenska tóbakinu en því sænska segir [...]

Sala á íslensku neftóbaki hefur aukist mikið 2018-11-19T16:46:10+00:00

Hert tóbaksvarnalög

2018-11-19T17:35:33+00:00

Tóbak Hert tóbaksvarnalög Evrópuþingið samþykkti í gær lög um verulega hertar tóbaksvarnir í ríkjum Evrópusambandsins. Reglurnar taka líka gildi hér á landi. Þessi dagur markar þáttaskil í tóbaksvörnum í Evrópu og varðar brautina fyrir tóbakslausa Evrópu, segir Archie Turnbull sem lengi hefur barist fyrir tóbaksvörnum. Meirihluti tóbakspakkans verður þakinn áróðri gegn reykingum og bragðefni eins og mentól verður bannað. Evrópuþingið samþykkti hertar reglur um tóbaksvarnir með yfirgnæfandi meirihluta í gær. Fimm hundruð og fjórtán greiddu atkvæði með hertum reglum, sextíu og sex voru á móti og fimmtíu og átta sátu hjá. Þessar [...]

Hert tóbaksvarnalög 2018-11-19T17:35:33+00:00

Félagasamtök á Norðurlöndum vilja sameiginlega lýðheilsumiðaða norræna áfengis- og tóbaksvarnastefnu

2018-11-19T18:07:55+00:00

Stefnumál Félagasamtök á Norðurlöndum vilja sameiginlega lýðheilsumiðaða norræna áfengis- og tóbaksvarnastefnu NordAN, sem er samstarfsvettvangur um 90 norrænna félagasamtaka og félagsamtaka í Eystrasaltsríkjunum þremur, samþykkti á aðalfundi sínum sem haldinn var í Tallinn 13. október síðastliðinn ályktun þar sem skorað er á Norrænu ráðherranefndina að samþykkja tillögu um sameiginlega áfengis- og tóbaksstefnu fyrir Norðurlöndin. Tillagan, sem á uppruna sinn hjá Velferðarnefnd Norðurlandaráðs og samþykkt á Norðurlandaráðsþingi í Helsinki 1. nóvember 2012 felur m.a. í sér lækkun áfengismarka í 0,2 prómill við akstur á öllum vélknúnum farartækjum á Norðurlöndum, en í dag eru þau 0.5 [...]

Félagasamtök á Norðurlöndum vilja sameiginlega lýðheilsumiðaða norræna áfengis- og tóbaksvarnastefnu 2018-11-19T18:07:55+00:00

Rússar banna reykingar

2018-11-21T13:52:09+00:00

Reykingar Rússar banna reykingar Rússar hafa ákveðið að fylgja fordæmi annarra þjóða og bannað reykingar á almannafæri í landinu. Vladimir Pútín, forseti landsins, hefur skrifað undir lög þess efnis sem taka gildi í sumar.Þann 1. júní næstkomandi verður bannað að reykja innan fimmtán metra radíus við allar opinberar byggingar, flugvelli, lestarstöðvar, vinnustaði, fjölbýlishús, leikvelli fyrir börn og við strendur landsins. Akkúrat ári síðar, þann 1. júní árið 2014, verður einnig bannað að reykja um borð í lestum, ferjum, hótelum, veitingastöðum, krám, kaffihúsum og búðum. Þetta þykir sæta miklum tíðindum því tíðni reykinga í landinu er [...]

Rússar banna reykingar 2018-11-21T13:52:09+00:00

Óttast holskeflu krabbameina vegna aukinnar munntóbaksnotkunar

2018-11-21T13:52:14+00:00

Neftóbak Óttast holskeflu krabbameina vegna aukinnar munntóbaksnotkunar Agnes Smáradóttir, krabbameinslæknir á Landspítalanum, óttast að aukin notkun munntóbaks ungmenna eigi eftir að skila sér í holskeflu krabbameins í munnholi og hálsi eftir um tuttugu ár eða svo.  Agnes varar við fullyrðingum sem komið hafa verið fram í tengslum við frumvarp til breytinga á lögum um tóbaksvarnir, um að munntóbak sé skaðlítið, eða góður kostur fyrir fólk sem vilji hætta að reykja.  Agnes segir umræðuna nú minna á umræðu um reykingar fyrir um þrjátíu árum. „Þá hafði enginn trú á því að þetta [...]

Óttast holskeflu krabbameina vegna aukinnar munntóbaksnotkunar 2018-11-21T13:52:14+00:00

Norðurlandaráð vill lækka áfengismörk við akstur, banna markaðssetningu á áfengi til ungs fólks og reyklaus Norðurlönd

2018-11-21T13:52:57+00:00

Stefnumál Norðurlandaráð vill lækka áfengismörk við akstur, banna markaðssetningu á áfengi til ungs fólks og reyklaus Norðurlönd

Norðurlandaráð vill lækka áfengismörk við akstur, banna markaðssetningu á áfengi til ungs fólks og reyklaus Norðurlönd 2018-11-21T13:52:57+00:00

Að hætta snemma dregur mikið úr áhættu

2018-11-21T13:53:02+00:00

Reykingar Tvö ríki BNA lögleiða maríjúana Konur sem hætta reykingum fyrir þrítugt eru í nánast engu meiri hættu á að deyja úr sjúkdómum sem tengjast reykingum en konur sem aldrei hafa reykt. Þetta er niðurstaða rannsóknar í Bretlandi sem náði til rúmlega einnar milljónar kvenna. Sagt er frá rannsókninni í BBC, en niðurstöður rannsóknanna voru kynntar í læknatímaritinu Lancet. Vitað var að konur sem reykja eru í mun meiri áhættu með að deyja en konur sem ekki hafa reykt. Rannsóknin bendir til þess að konur sem reykja meira og minna allt sitt líf [...]

Að hætta snemma dregur mikið úr áhættu 2018-11-21T13:53:02+00:00

Norðurlandaráð vill reyklaus Norðurlönd árið 2040

2018-11-21T13:51:40+00:00

Reykingar Norðurlandaráð vill reyklaus Norðurlönd árið 2040 Mikil andstaða var frá fulltrúum stjórnmálaflokka sem teljast lengst til hægri og vinstri, en meirihluti fulltrúa í velferðarnefnd Norðurlandaráðs greiddi atkvæði með mjög metnaðarfullri tillögu um að Norðurlönd ættu að vera reyklaus árið 2040. Tillagan er hluti af heildarstefnu um áfengis- og tóbaksmál sem stjórnmálamenn í Norðurlandaráði samþykktu á fundi í Gautaborg á fimmtudag (27. september 2012). „Það er einstakt að fá svona mikinn stuðning við tillögu okkar, sem ætlað er að takmarka notkun tóbaks og áfengis og draga úr heilbrigðis- og samfélagslegum kostnaði sem neyslan [...]

Norðurlandaráð vill reyklaus Norðurlönd árið 2040 2018-11-21T13:51:40+00:00

Ástralir með ströng lög um tóbak

2018-11-21T13:51:21+00:00

Tóbak Ástralir með ströng lög um tóbak Hæstiréttur í Ástralíu hefur komist að þeirri niðurstöðu að lög sem nýlega voru sett þar í landi um merkingar á tóbakspakkningum standist stjórnarskrá. Samkvæmt nýju lögunum má ekki selja sígarettu öðruvísi en í ólífulituðum pakkningum með viðvörunum um skaðsemi reykinga. Hefðbundnar pakkningar sígarettuframleiðendanna verða bannaðar. Helstu tóbaksframleiðendur í heimi létu reyna á þessi lög fyrir dómstólum en lutu í lægra haldi fyrir ástralska ríkinu. Nýju lögin munu því taka gildi 1. desember næstkomandi. Sjá á visir.is [...]

Ástralir með ströng lög um tóbak 2018-11-21T13:51:21+00:00

Fræðsla og forvarnir

Sigtúni 42, 105 Rekjavík

Phone: +354 511 1588