Ýmislegt

Árangursríkar leiðir í eineltismálum

2018-11-19T15:51:45+00:00

Einelti Árangursríkar leiðir í eineltismálum Næsti fundur Náum áttum fjallar um eineltismál, á hverju árangursríkar leiðir byggjast.  Fyrirlesarar eru Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor í tómstundafræðum sem fjallar um árangursríkar leiðir í eineltismálum, þeir Páll Óskar Valtýsson og Magnús Stefánsson frá Marita fræðslunni sem fjalla um einelti út frá geranda og þolanda og Margrét Júlía Rafnsdóttir, verkefnastjóri hjá Barnaheillum, Save the children á Íslandi sem fjallar um úrræði í grunnskólum og forvarnir.  Fundurinn er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir.

Árangursríkar leiðir í eineltismálum 2018-11-19T15:51:45+00:00

Fagna aðgerðum lögreglu gegn fíkniefnasölu á samfélagsmiðlum

2018-11-19T16:14:57+00:00

Samfélagsmiðlar Fagna aðgerðum lögreglu gegn fíkniefnasölu á samfélagsmiðlum Aðalfundur FRÆ sem haldinn var í fyrradag (3. mars) fagnar í ályktun aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gegn fíkniefnasölu á samfélagsmiðlum. ,,Samfélagsmiðlar eru almennur samskiptavettvangur barna og ungmenna“, segir í ályktuninni,  ,,og því brýnt að fíkniefnasalar og aðrir sem láta sig velferð þeirra engu skipta hafi þar ekki ótakmarkað svigrúm. Þá er einnig brýnt að foreldrar sýni árvekni, ræði við börn sín um þessi mál og fylgist með netnotkun þeirra.“

Fagna aðgerðum lögreglu gegn fíkniefnasölu á samfélagsmiðlum 2018-11-19T16:14:57+00:00

Náum áttum – heimilisofbeldi

2018-11-19T16:28:27+00:00

Heimilisofbeldi Náum áttum - heimilisofbeldi Næsti fundur Náum áttum fjallar um heimilisofbeldi.  Frummælendur verða þær Margrét Ólafsdóttir, aðjúnk við HÍ og Ingibjörg H Harðardóttir, lektor við HÍ, sem fjalla saman um "ofbeldi á heimilli" og Alda Hrönn Jóhannsdóttir, aðstoðarlögreglustjóri Lögreglunnar á höfðuborgarsvæðinu sem fjallar um "nýja nálgun lögreglu og félagsþjónustu". Úr erindi Öldu Hrannar: Heimiliofbeldi – Breytt nálgun lögreglu og félagsþjónustu Átak gegn heimilisofbeldi hófst á Suðurnesjum í febrúar 2013, fyrst sem tilraunaverkefni og að því loknu sem frambúðarverklag. Verkefnið var unnið í samvinnu við félagsmálayfirvöld á svæðinu. Aðdragandi verkefnisins var sá [...]

Náum áttum – heimilisofbeldi 2018-11-19T16:28:27+00:00

Engar breytingar á ávana- og vímuefnaneyslu barna á grunnskólaaldri

2018-11-19T17:08:12+00:00

Börn Engar breytingar á ávana- og vímuefnaneyslu barna á grunnskólaaldri Nýlega kom út skýrslan Ungt fólk 2014-grunnskólar sem unnin var fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið. Í skýrslunni eru birtar niðurstöður úr rannsóknum Rannsókna & greiningar meðal nemenda í 8., 9. og 10. bekk grunnskóla á Íslandi árið 2014 með samanburði við árin 2000, 2006, 2009 og 2012. Gagnasöfnun fór fram með spurningalistakönnun í febrúarmánuði 2014. Líkt og í fyrri rannsóknum er athyglinni beint að ýmsum þáttum í lífi unglinga sem varða hagi þeirra, s.s. menntun, menningu, félags, - íþrótta- og tómstundastarf, heilsu, líðan og vímuefnaneyslu. Rannsóknin sýnir að engin [...]

Engar breytingar á ávana- og vímuefnaneyslu barna á grunnskólaaldri 2018-11-19T17:08:12+00:00

Vika 43 – lífsstíll og sjálfsmynd

2018-11-19T17:12:23+00:00

Vika 43 Vika 43 - lífsstíll og sjálfsmynd Vika 43 er forvarnaverkefni Samstarfsráðs um forvarnir en einmitt í 43. viku ársins, sem nú er dagana 20. - 26. október, er vakin athygli á ýmsu er varðar forvarnir meðal barna og ungmenna.  Að þessu sinni er áherslan á lífsstíl og sjálfsmynd og vakin athygli á því starfi með ungu fólki sem lítur að lífsstíl og félagsstarfi barna og unglinga í heimabyggð.  Að Samstarfsráðinu standa 23 félagasamtök og stærstu hreyfingar landsins sem sinna íþrótta-, æskulýðs- og félagsstarfi meðal barna og fjölmörg önnur frjáls félagasamtök [...]

Vika 43 – lífsstíll og sjálfsmynd 2018-11-19T17:12:23+00:00

Síðasti fundur Náum áttum í vetur

2018-11-19T17:23:08+00:00

Náum áttum Síðasti fundur Náum áttum í vetur Á síðasta Náum áttum fundi vetrarins, miðvikudaginn 14. maí n.k., verður fjallað um barnafátækt á Íslandi.  Fyrirlesarar að þessu sinni verða þær Margrét Júlía Rafnsdóttir, verkefnastjóri hjá Barnaheillum - Save the Children á Íslandi, sem fjallar um barnafátækt - brot á mannréttindum barna, Elísabet Karlsdóttir, félagsráðgjafi, MA. verkefnastjóri RBF fjallar um aðstæður reykvískra barnafjölskyldna og erindi Vilborgar Oddsdóttur, félagsráðgjafa hjá Hjálparstofnun kirkjunnar, heitir "Hver er svo raunveruleikinn"?.   Fundarstjóri verður Steinunn Bergmann félagsráðgjafi. Að venju verður morgunverðarfundurinn á Grand Hótel í Reykjavík og hefst [...]

Síðasti fundur Náum áttum í vetur 2018-11-19T17:23:08+00:00

Náum áttum – Úti alla nóttina …

2018-11-19T17:31:42+00:00

Náum áttum Náum áttum - Úti alla nóttina ... Næsti morgunverðarfundur 12. mars nk tekur fyrir málefni sem varða næturlíf og neyslu í íslensku samfélagi.  Erindi flytja þau Jóhann Karl Þórisson - aðalvarðstjóri Lögreglustöð miðborgar "...uns dagur rennur á ný", Eydís Blöndal - varaformaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema, "hvað segir unga fólkið um næturlífið?" og Sveinbjörn Kristjánsson - sérfræðingur frá Embætti landlæknis "áfengisneysla Íslendinga og áhrif hennar á annan en neytandann 2001 - 2013".  Þær samantektir sem koma frá lögreglu og Embætti landlæknis eru nýlegar en talsverð umræða hefur verið undanfarið um skemmtanahaldið í miðborginni.  Fundurinn hefst [...]

Náum áttum – Úti alla nóttina … 2018-11-19T17:31:42+00:00

Brotthvarf úr framhaldsskólum, íslenskur veruleiki

2018-11-19T17:49:38+00:00

Brotthvörf Brotthvarf úr framhaldsskólum, íslenskur veruleiki Á fræðslufundi Náum áttum þann 8. nóvember 2010 var fjallað um „Áhrif niðurskurðar til framhaldsskóla á brottfall“, þar sem kynntar voru niðurstöður rannsókna R&G, staðan í Fjölbrautarskólanum við Ármúla og fræðilegur fyrirlestur um hvaða stuðning nemendur í brottfallshættu þurfa. Sjá nánar á slóðinni heimasíðu Náum áttum. Á fyrsta fundi ársins 2014 er ætlunin að fjalla aftur um brotthverf nemenda úr framhaldsskóla sem verður haldin 22. janúar nk. en þar er sjónum beint að því hvar við stöndum varðandi brottfall nemenda, hvað segja tölur, hvaða úrræði eru til [...]

Brotthvarf úr framhaldsskólum, íslenskur veruleiki 2018-11-19T17:49:38+00:00

Vika 43 – vímuvarnavikan 2013

2018-11-19T18:26:46+00:00

Vika 43 Vika 43 - vímuvarnavikan 2013 Vika 43 ársins er árlega, frá árinu 2004, tileinkuð vímuvörnum og er að þessu sinni dagana 21. - 28. okóber.  Verkefnið varpar að þessu sinni kastljós á mikilvægi samstarfs í málaflokknum og hvernig viðamikið samræða leggur grunn að góðum árangri í vímuvörnum.  Verkefnið er kynnt á heimasíðunni www.vika43.is og á fésbókarsíðunni vika43 en þar má einnig fylgjast með verkefnum og störfum félagasamtaka í málefnum forvarna, barna og ungmenna.  Ávarp Viku 43 er að þessu sinni sent fjölmiðum og einnig látið ganga um tengslanet samfélagsmiðlannna.  Hér [...]

Vika 43 – vímuvarnavikan 2013 2018-11-19T18:26:46+00:00

NordAN ráðstefna: Alþjóðleg stefnumörkun í ávana- og fíkniefnamálum

2018-11-19T18:49:26+00:00

Stefnumál NordAN ráðstefna: Alþjóðleg stefnumörkun í ávana- og fíkniefnamálum Ráðstefna NordAN verður haldin í Tallinn í Eistlandi dagana 12. og 13. október nk. Heiti og þema ráðstefnunnar að þessu sinni er: National policy with local implementation. Fjallað verður um tengsl alþjóðlegrar stefnumörkunar í ávana- og fíkniefnamálum, áhrif hennar á stefnumótun einstakra ríkja og hvernig stefnunni er hrint í framkvæmd á hverjum stað, þ.e. hvernig staðið er að því að ná til þeirra sem málið varðar. Áhersla er lögð á að skoða málin frá sem flestum hliðum. Til þess eru boðnir fyrirlesarar frá [...]

NordAN ráðstefna: Alþjóðleg stefnumörkun í ávana- og fíkniefnamálum 2018-11-19T18:49:26+00:00

Fræðsla og forvarnir

Sigtúni 42, 105 Rekjavík

Phone: +354 511 1588