Heilsuefling

Fjölmenn ráðstefna um Heilsueflandi framhaldsskóla

2018-11-16T18:00:23+00:00

Heilsuefling Fjölmenn ráðstefna um Heilsueflandi framhaldsskóla Mánudaginn 2. nóvember síðastliðinn stóðu Embætti landlæknis, Heimili og skóli og FRÆ að ráðstefnu um Heilsueflandi framhaldsskóla undir yfirskriftinni Opnum verkfærakisturnar. Ráðstefnan var vel sótt, en auk þátttakenda úr starfsliði skólanna voru þar líka þátttakendur úr röðum nemenda og foreldra. Inntakið í verkefninu Heilsueflandi framhaldsskóli er að nálgast forvarnir út frá víðtæku og jákvæðu sjónarhorni með það að markmiði að stuðla að vellíðan og auknum árangri allra í skólasamfélaginu, nemenda og starfsfólks. Verkefnið Heilsueflandi framhaldsskóli skiptist í fjóra meginflokka, næringu, hreyfingu, geðrækt og lífsstíl. Framhaldsskólarnir kynntu ýmis verkefni sem þeir [...]

Fjölmenn ráðstefna um Heilsueflandi framhaldsskóla 2018-11-16T18:00:23+00:00

Náum áttum fundur um geðheilbrigði barna

2018-11-19T15:59:36+00:00

Geðheilsa Náum áttum fundur um geðheilbrigði barna Næsti fundur Náum áttum verður miðvikudaginn 18. mars nk. á Grand Hótel að vanda.  Að þessu sinni verður fjallað um geðheilbrigðismál barna, viðbrögð og úrræði sem til staðar eru auk þess sem sérstaklega verður sagt frá nýrri nálgun í þessum efnum og sem hafa reynst vel.

Náum áttum fundur um geðheilbrigði barna 2018-11-19T15:59:36+00:00

Nýtt samstarf á sviði lýðheilsu

2018-11-19T18:49:41+00:00

Lýðheilsa Nýtt samstarf á sviði lýðheilsu Geir Gunnlaugsson, landlæknir og Dagur B Eggertsson borgarfulltrúi handsala samstarfið Nýlega var undirritaður samstarfssamningur milli Embætti landlæknis og Reykjavíkurborgar um að taka upp markvisst samstarf til heilsueflingar og aukinnar lýðheilsu í Reykjavík. Samstarfið mun beinast að þremur áherslusviðum: Heilsueflandi samfélagi, heilsueflandi skólum og auknum jöfnuði. Samkomulagið er í samræmi við stefnu Embættis landlæknis um að stuðla að öflugu lýðheilsustarfi í þágu fólks á öllum æviskeiðum. Í stefnuskjali embættisins er m.a. lögð áhersla á eftirfarandi: Ráðleggingar um heilsueflandi samfélag sem styðja stór og smá samfélög í markvissri heilsueflingu með [...]

Nýtt samstarf á sviði lýðheilsu 2018-11-19T18:49:41+00:00

Spyr um heilsu og líðan landsmanna

2018-11-21T13:53:08+00:00

Heilsa Spyr um heilsu og líðan landsmanna Embætti landlæknis stendur um þessar mundir fyrir viðamikilli rannsókn um heilsu og líðan landsmanna. Um 10.000 fullorðnir Íslendingar munu fá sendan spurningalista sem þeir eru beðnir um að svara, en góð þátttaka er nauðsynleg til að tryggja gæði rannsóknarinnar. Hlutverk Embættis landlæknis er m.a. að veita ráðgjöf til almennings og stjórnvalda. Til að embættið geti sinnt þessu hlutverki sínu er mikilvægt að fylgjast vel með heilsu og líðan þjóðarinnar eins og gert er með þessari rannsókn, segir á heimasíðu embættisins. Spurningalistinn var fyrst lagður [...]

Spyr um heilsu og líðan landsmanna 2018-11-21T13:53:08+00:00

Jákvæð áhrif kreppunnar á heilsu Íslendinga

2018-11-20T18:26:19+00:00

Heilsa Jákvæð áhrif kreppunnar á heilsu Íslendinga Samkvæmt nýrri rannsókn sem gerð var í samstarfi rannsóknarteymis frá Háskóla Íslands, Robert Wood Johnson Medical Center og Rider háskólanum hafði efnahagshrunið á Íslandi 2008 góð áhrif á heilsu þjóðarinnar. Í kjölfar hrunsins drógu Íslendingar úr lífstíl sem hefur skaðleg áhrif á heilsuna og tóku upp lífsstíl sem stuðlar að betri heilsu. Tinna Laufrey Ásgeirsdóttir, lektor í hagfræði við Háskóla Ísland, vann að rannsókninni ásamt Þórhildi Ólafsdóttur. Niðurstöður skýrslunnar eru m.a. þær að á árunum 2007 til 2009 drógu Íslendingar úr reykingum, óhóflegri drykkju, [...]

Jákvæð áhrif kreppunnar á heilsu Íslendinga 2018-11-20T18:26:19+00:00

Nýr lýðheilsusjóður opnar fyrir umsóknir

2018-11-20T18:26:23+00:00

Heilsa Nýr lýðheilsusjóður opnar fyrir umsóknir Embætti landlæknis hefur auglýst umsóknir um styrki úr nýjum lýðheilsusjóði sem hefur verið stofnaður á grunni fyrrum forvarnasjóðs. Hlutverk hins nýja sjóðs er að styrkja lýðheilsustarf sem samræmist markmiðum laga um landlækni og lýðheilsu, bæði innan og utan embættisins, í þeim tilgangi að stuðla að heilsueflingu og forvörnum. Tekjur lýðheilsusjóðs eru: 1% af innheimtu áfengisgjaldi; 0,9% af brúttósölu tóbaks; fjárveitingar samkvæmt fjárlögum hverju sinni og framlög sem félagasamtök, einstaklingar, fyrirtæki eða aðrir kunna að leggja til lýðheilsusjóðs. Formaður lýðheilsusjóðs er Steinunn Sigurðardóttir og varaformaður Rafn M. Jónsson. Úr [...]

Nýr lýðheilsusjóður opnar fyrir umsóknir 2018-11-20T18:26:23+00:00

Velferð barna, þremur árum eftir Hrun

2018-11-20T18:27:10+00:00

Náum áttum Velferð barna, þremur árum eftir Hrun Morgunverðarfundur Náum áttum verður miðvikudaginn 21. mars nk. kl. 08.15 - 10.00 á Grand hótel.  Umræðuefni fundarins er velferð barna þremur árum eftir Hrun.  Erindi flytja Sigríður Jónsdóttir, félagsfræðingur hjá velferðarráðuneytinu, en hún segir frá Félagsvísum ungs fólks úr nýrri skýrslu Velferðarvaktarinnar; Halldór S Guðmundsson, lektor við félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands, fjallar um „viðkvæma hópa, viðvaranir og stöðu þeirra“ og Kristján Ketill Stefánsson, menntunarfræðingur, fjallar um Skólapúlsinn og vísbendingar um virkni, líðan og skóla- og bekkjaranda 6. - 10. bekkinga frá Hruni. Að loknum [...]

Velferð barna, þremur árum eftir Hrun 2018-11-20T18:27:10+00:00

Fíkniefnahundar leita fíkniefna í sænskum skólum

2018-11-20T18:27:14+00:00

Hundar Fíkniefnahundar leita fíkniefna í sænskum skólum Fíkniefnahundar verða látnir leita fíkniefna í framhaldsskólum í Landskrona í Suður-Svíþjóð frá og með komandi vori til þess að bregðast við jákvæðari viðhorfum til fíkniefna. Hundarnir verða látnir skoða skápa nemenda, salerni og anddyri. Finnist eitthvað verða nemendur sem tengjast málum settir í fíkniefnapróf. Þetta fyrirkomulag hefur einnig verið notað í Jämtaland í Norður-Svíþjóð og Noregi. Ýmsir hafa gagnrýnt þetta á þeirri forsendu m.a. að skólar séu vinnustaðir nemenda og óhugsandi sé að vinnustaðir annarra geti átt vona á leit með fíkniefnahundum.Olle Olsson yfirmaður unglinga- og fíkniefnahóps [...]

Fíkniefnahundar leita fíkniefna í sænskum skólum 2018-11-20T18:27:14+00:00

Fundur um jólakvíða

2018-11-21T14:54:54+00:00

Kvíði Fundur um jólakvíða EA samtökin bjóða upp á sinn árlega fund um jólakvíða, fimmtudaginn 8. desember nk. kl. 18.00 í kórkjallara Hallgrímskirkju.  Það er því miður vaxandi hópur fólks sem er að berjast við mikinn kvíða og streitu þessa dagana, t.d. vegna ástvinamissis, hjónaskilnaðar, fjárhagserfiðleika, fjölskylduvanda eða sjúkdóma, sem erfitt er að sætta sig við.  EA samtökin bjóða upp á 12 spor tilfinninga til gleðilegra jóla. Félagar í EA deild Hallgrímskirkju vonast til að sem flestir getið komið og kynnt sér hvað þessi samtök hafa gert fyrir okkur og hvað þau geta [...]

Fundur um jólakvíða 2018-11-21T14:54:54+00:00

Náum áttum fundur: Streita og kvíði barna

2018-11-21T15:02:56+00:00

Náum áttum Náum áttum fundur: Streita og kvíði barna Síðasti morgunverðarfundur Náum áttum fræðsluhópsins verður á Grand hótel 23. nóvember nk.  Að þessu sinni verða flutt erindi um streitu og kvíða barna, einkenni og úrræði. Framsögu hafa  Lárus H. Blöndal, sálfræðingur, SÁÁ, Von, sem kallar erindi sitt „... en pabbi er ekki róni !“  og talar um börn alkóhólista og kynnir einnig  sálfræðiþjónustu SÁÁ fyrir börn alkóhólista,  Berglind Brynjólfsdóttir, sálfræðingur BUGL og Sigríður Snorradóttir, sálfræðingur BUGL fjalla um „þróun og birtingarmynd kvíða, meðferð við kvíða, hvað er til ráða“ og Margrét Birna Þórarinsdóttir, sálfræðingur Þjónustumiðstöð Breiðholts fjallar um „kvíða [...]

Náum áttum fundur: Streita og kvíði barna 2018-11-21T15:02:56+00:00

Fræðsla og forvarnir

Sigtúni 42, 105 Rekjavík

Phone: +354 511 1588