ÁHRIF

ÁHRIF – grein um félagasamtök í forvörnum

ÁHRIF, tímarit af vettvangi vímuvarna, er eina tímarit sinnar tegundar á Íslandi og er dreift til fjölmargra aðila, stofnana, skóla og bókasafna en blaðið má einnig nálgast hjá útgefanda og í pdf útgáfu á heimasíðu FRÆ www.forvarnir.is.  Í 1. tölublaði ÁHRIFA 2011 er m.a. fjallað um félagasamtök í forvörnum, hvernig þau sinna verðugum samfélagsmarkmiðum sem oft á tíðum kann að vera vanmetið. Fjallað er um sögu vímuvarna á Íslandi og hvernig hún snertir marga þætti í samfélaginu og einkennist mikið af frumkvæði og virkni almannasamtaka með þeim ágæta árangri að áfengisneysla Íslendinga hefur verið sú minnsta sem þekkist í heiminum.  Í þessu tölublaði ÁHRIFA er einnig fjallað um áhrif bindindishreifingarinnar í áfengismálum og hvernig IOGT hafði m.a. viðtæk áhrif á strauma og stefnu í áfengisvörnum á Íslandi.

Deila þessari frétt

Nýlegar fréttir

Safn

Flokkar

Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.