IOGT
Hvít jól – forvarnaverkefni IOGT
Hvít jól er forvarnarátak sem beinir kastljósinu að áfengisneyslu fullorðinna yfir jólahátíðina. Verkefnið er verkefni IOGT hreyfingarinnar í Svíþjóð og Finnlandi en átakið hefur verið kynnt í nokkur ár í Svíþjóð sem þaðan breiðist út til annarra landa, s.s. Noregs, Færeyja, Íslands og Slóvakíu. Markmið verkefnisins er að vekja athygli á spurningunni: „hvers vegna er áfengi svona stór þáttur af jólahátíðinni, sem þó er oftast nefnd hátíð barnanna?“. Verkefnið vekur einnig athygli á lífi þeirra barna sem búa við misnotkun áfengis hjá foreldrum þeirra.
Það eru IOGT á Íslandi og 0% ungmennahreyfingin sem standa að verkefninu Hvít Jól.
Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.