Áfengi
Yfirlýsing Viku 43 afhend ráðherra

Nýlega tók velferðarráðherra Guðbjartur Hannesson við innrömmuðu eintaki af „yfirlýsingu Viku 43“ sem var undirrituð í október sl. af fulltrúum 20 félagasamtaka ásamt velferðarráðherra og umboðsmanni barna. Með því að afhenda fulltrúa stjórnvalda þetta veglega eintak af yfirlýsingunni er Samstarfsráð um forvarnir að minna á mikilvægi samstarfs yfirvalda og frjálsra félagasamtaka í landinu þegar kemur á vímuvörnum og þar með skipan þeirra mála til framtíðar. Velferðarráðherra hefur sýnt forvörnum mikinn áhuga og skilning og m.a. lagt nafn sitt við verkefnið „Vika 43“, sem er gott dæmi um viðtækt samstarf og framlag grasrótarinnar í málaflokki sem varðar mjög velferð og hag komandi kynslóða. Samstarfsráð um forvarnir mun reyna á næstu vikum að færast í viðameiri verkefni í forvörnum og liggur þeirri hugmynd m.a. til grundvallar þetta samstarf frjálsra samtaka og yfirvalda.
Það voru fulltrúar Samstarfsráðs um forvarnir, þeir Guðni R Björnsson og Árni Einarsson sem afhentu ráðherra skjalið (frétt ráðuneytis).
Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.