Fulltrúar Breiðfylkingar forvarnasamtaka áttu þann 28. ágúst síðastliðinn, góðan fund með starfsfólki Embættis landlæknis. Fundurinn snerist um samspil lýðheilsu og stóraukinnar netsölu áfengis sem átt hefur sér stað hérlendis í meira en hálfan áratug. Lögreglan hefur nú ákært eina slíka sölu. Netsala þessi hefur farið fram í andstöðu við lýðheilsustjórnvalda til ársins 2030 sem samþykkt var samhljóða á Alþingi.

Á fundinum var rætt um þann mikla samfélagskostnað sem óhófleg áfengisneysla veldur. Í þessu samhengi var vakin athygli á sparnaðarráði heilbrigðisstétta og forvarnarsamtaka sem sent var stjórnvöldum fyrr á árinu þar sem segir að “Það felst því mikill sparnaður í því að hvika í engu frá samþykktri lýðheilsustefnu til ársins 2030 og markmiðum gildandi laga um einkasölu ÁTVR á áfengi. Sá sparnaður hleypur á milljörðum króna á ári.”

Þá var rætt um hvernig unglingadrykkja virðist vera orðin norm eins og samfélagslögreglan, forvarnarsamtök og fleiri hafa bent á á sama tíma og m.a. netsalar hafa auglýst upp áfengi og þjónustu sína m.a. með því að höfða til ungmenna og barna á samfélagsmiðlum.

Fundinn sátu af hálfu Breiðfylkingar forvarnasamtaka: Árni Einarsson, framkvæmdastjóri Fræðslu og forvarna – félags áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu og Siv Friðleifsdóttir; Árni Guðmundsson, formaður Samtakanna Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum; Björn Sævar Einarsson Formaður IOGT á Íslandi og Aðalsteinn Gunnarsson framkvæmdastjóri IOGT á Íslandi og Hildur Helga Gísladóttir, fulltrúi SAFF-Samstarfs félagasamtaka í forvörnum.

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri:

Siv Friðleifsdóttir, Rafn Jónsson, Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, Kjartan Hreinn Njálsson, María Heimisdóttir, Aðalsteinn Gunnarsson, Björn Sævar Einarsson, Árni Guðmundsson., Árni Einarsson og Hildur Helga Gísladóttir.

Við værum þakklát ef þú deilir þessari frétt ...

Nýlegar fréttir

Safn

Flokkar