Á aðalfundi FRÆ, sem haldinn var 24. Febrúar síðastliðinn, urðu formannaskipti í FRÆ. Sandra Heimisdóttir var þar kjörin formaður í stað Heimis Óskarssonar, sem verið hefur formaður frá árinu 2015. Þar áður var Heimir í stjórn félagsins frá árinu 2012. Önnur í stjórn FRÆ voru kjörin: Linda Björg Þorgilsdóttir, Guðlaug Birna Guðjónsdóttir, Heimir Óskarsson og Aðalsteinn Gunnarsson.

Sandra hefur setið í stjórn FRÆ frá árinu 2017 og þekkir því vel til félagsins. Hún er lögfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík, með MA í Gender and Peacebuilding frá UN mandated University for Peace og LLM í Law and Politics of International Security.

Hún hefur starfað sem lögfræðingur hjá Útlendingastofnun, þar áður sem lögfræðingur hjá Vinnueftirlitinu og unnið sjálfboðastörf við skaðaminnkun hjá Rauða Krossinum. Hún er mikil áhugakona um jafnrétti, lýðheilsu, forvarnir og verndun mannréttinda og lífsgæða.

FRÆ bíður Söndru velkomna í formannsstólinn og þakkar Heimi fyrir hans störf. Heimir fer þó ekki langt, því hann situr áfram í varastjórn.

Við værum þakklát ef þú deilir þessari frétt ...

Nýlegar fréttir

Safn

Flokkar