FRÆ

Stjórn FRÆ endurkjörin á aðalfundi
Stjórn FRÆ (Fræðslu og forvarna, félags áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu) var endurkjörin á aðalfundi sem haldinn var í gær (3. mars 2015). Formaður félagsins er því áfram Heimir Óskarsson og aðrir með honum í stjórn eru: Sigurður Rúnar Jónmundsson gjaldkeri, Andrea Ýr Jónsdóttir ritari, Halldór Árnason meðstjórnandi og Aldís Yngvadóttir meðstjórnandi.
Markmið félagsins er að:
- Eiga frumkvæði að upplýstri og stefnumarkandi umræðu og samstarfi um forvarnir og heilsueflingu;
- Styrkja og efla ávana- og vímuvarnir í landinu með fjölbreyttu upplýsinga- og fræðslustarfi með þekkingu í þágu forvarna að leiðarljósi;
- Auka þekkingu í forvörnum og viðfangsefnum forvarna;
- Virkja samfélagið til þátttöku í forvörnum með samstarfi við félagasamtök, stjórnvöld og stofnanir;
- Starfrækja fræðslu- og upplýsingamiðstöð í forvörnum og heilsueflingu sem hafi að markmiði að afla upplýsinga um ávana- og vímuefnamál og forvarnir, starfrækja gagnasafn, veita fræðslu og upplýsingar um ávana- og vímuefnamál og veita ráðgjöf í forvörnum.
Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.