Íþróttafélög

Foreldrar vilja banna framlög til íþróttafélaga sem auglýsa áfengi

„Börn og unglingar eiga að hafa lögverndaðan rétt til að vera laus undan áfengisáróðri,“ segja Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum. Þau hafa í bréfi til sveitarfélaga mótmælt því að áfengi sé auglýst á íþróttasvæðum og vilja að framlag sveitarfélaga til íþróttafélaga verði bundið skilyrði um að áfengi verði ekki auglýst.

Mikill munur er á viðbrögðum Hafnfirðinga og Garðbæinga. Hinir fyrrnefndu hvetja íþóttafélög til að virða lög. Garðbæingar segja að þetta sé einfaldlega ekki leyft á íþróttasvæðum bæjarins.

Foreldrasamtökin segja í bréfi til Hafnarfjarðarkaupstaðar, sem tekið var fyrir í íþrótta- og tómstundanefnd bæjarins í vikunni, að auglýsingar hafi áhrif. Annars væri ekki auglýst. Allir sjái í gegnum léttölsauglýsingar. Verið sé að auglýsa bjór. Engum dytti í hug að setja slíkar auglýsingar upp í skólum, skátaheimilum eða annars staðar þar sem æskulýðsstarf fari fram. Sama eigi að gilda um íþróttasvæði.

„Sveitarfélög styðja við bakið á íþróttafélögum meðal annars af því að íþróttir hafa forvarnargildi og sveitarfélög eiga oftast megnið af þeim fasteignum og lóðum sem íþróttastarfið fer fram á. Því viljum við hvetja sveitarstjórnir til að koma í veg fyrir að áfengi sé auglýst á íþróttasvæðum hvort sem þau eru rekin á vegum íþróttafélaga eða sveitarfélaga. Sveitarstjórnir eiga að skilyrða framlag sitt og tryggja að velferð barna sé höfð að leiðarljósi á íþróttasvæðum,“ segir meðal annars í bréfi foreldrasamtakanna.

Niðurstaða íþrótta- og tómstundanefndar bæjarins var að hvetja „íþróttafélög í Hafnarfirði til að fara eftir þeim lögum og reglum, sem í gildi eru um áfengisauglýsingar á íþróttasvæðum og íþróttamannvirkjum.“.

Sams konar bréf var sent til yfirvalda í Garðabæ. Þar var í gær fjallað um málið niðurstaða íþrótta- og tómstundanefndar þessi: „ÍTG leyfir engar áfengis auglýsingar á íþróttasvæðum bæjarins.“

Deila þessari frétt

Nýlegar fréttir

Safn

Flokkar

Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.