Vefsíður

Vefútgáfa ÁHRIFA komin út

Tímaritið ÁHRIF hefur komið út síðan 1994 en blaðið kom ekki út í fjögur ár 1999 – 2003.  Fyrsta tölublað 2012 er því 15. árgangur útgáfunnar en frá 2009 hefur tímaritið komið út í vefútgáfu Ísalfoldarprentsmiðju, sem hefur einnig prentað blaðið undanfarin misseri.  ÁHRIF eru eina ritið sinnar tegundar á Íslandi og fjallar á fjölbreyttan hátt um vímuefnamál og forvarnir. Því er dreift frítt aðallega til þeirra sem vinna með börn og unglinga, menntastofnanir og bókasöfn, sveitarfélög, ráðuneyti og Alþingi, félagasamtök og einstaklinga sem sinna með einum eða öðrum hætti forvarna- og lýðheilsustarfi.  Vaxandi eru umfjallanir um rannsóknir á vímuefnaneyslu og hvers kynst heilsueflingu sem liður í forvörnaverkefnum, en nemendur á öllum skólastigum nota gjarnan í ritsmíðum sínum og verkefnum greinar úr ÁHRIFUM frá fyrstu tölublöðum til þeirra nýjustu.  Netútgáfuna má nálgast hér.

Deila þessari frétt

Nýlegar fréttir

Safn

Flokkar

Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.