Vefsíður
Ný vefsíða um áfengi og krabbamein
Þessi vefsíða er unnin í samstarfi AEC (Association of European Canser Leagues) og Eurocare og miðar að því að upplýsa Evrópubúa um tengsl á milli áfengis og krabbameins.
10% krabbameina hjá körlum og 3% hjá konum má rekja til neyslu áfengis. Fyrstu óyggjandi tengsl á milli áfengis og krabbameins voru birtar árið 1987 en 25 árum síðar vita aðeins 36% íbúa Evrópusambandsins um þessi tengsl. Í Eurobarometer skýrslunni frá 2010 kom í ljós að 1 af hverjum 5 íbúa í Evrópu trúði því ekki að þessi tengsl væru á milli áfengisneyslu og krabbameins og 1 í hverjum 10 vissi ekki um tengslin.
Einn af hverjum þremur Evrópubúum er líklegur til að fá krabbamein einhvern tímann á ævinni. Þriðjung allra krabbameina má koma í veg fyrir með heilbrigðum lífsstíl. „Hófdrykkja eða bindindi eru bestu leiðirinar til að viðhalda góðu heilsufari og velferð“, sagði írski ráðherrann Nessa Childers, þegar vefsíðan var opnuð á Evrópuþinginu í síðustu viku, á ráðstefnu um skaðsemi áfengis á einstaklinga og samfélög.
Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.