Náum áttum
Velferð barna, þremur árum eftir Hrun
Morgunverðarfundur Náum áttum verður miðvikudaginn 21. mars nk. kl. 08.15 – 10.00 á Grand hótel. Umræðuefni fundarins er velferð barna þremur árum eftir Hrun. Erindi flytja Sigríður Jónsdóttir, félagsfræðingur hjá velferðarráðuneytinu, en hún segir frá Félagsvísum ungs fólks úr nýrri skýrslu Velferðarvaktarinnar; Halldór S Guðmundsson, lektor við félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands, fjallar um „viðkvæma hópa, viðvaranir og stöðu þeirra“ og Kristján Ketill Stefánsson, menntunarfræðingur, fjallar um Skólapúlsinn og vísbendingar um virkni, líðan og skóla- og bekkjaranda 6. – 10. bekkinga frá Hruni.
Að loknum erindum eru opnar umræður en fundurinn er opinn öllum á meðan húsrúm leyfir. Skráningar á morgunverðarfund Náum áttum eru á heimasíðunni naumattum.is.
Náum áttum er opinn samstarfshópur um fræðslu og forvarnir sem staðið hefur fyrir opnum morgunverðarfundum um málefni barna sl. 12 ár.
Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.