Áfengi

Dropinn er Dönum dýr

Í greinagerð sem heilbrigðisstofnun Danmerkur, DSI, lét gera nýlega, kom í ljós að ofneysla áfengis kostar sveitarfélög í Danmörku meira en þrjá milljarða danskra króna á hverju ári. Það samsvarar rekstri 100 grunnskóla.  Sveitarfélögin í landinu verja 3,1 milljörðum árlega vegna fólks sem er í áfengismeðferð eða hefur þurft að leita til heilbrigðisþjónustunnar vegna vandamála sem rekja má beint til áfengisneyslu.

En Ulrik Becker prófessor við Lýðheilsustofnun Danmerkur telur að kostnaðurinn sé töluvert hærri, eftir sé að reikna inní kostnaðinn við félagsleg vandamál tengd áfengisdrykkju og þau geta verið þung byrði fyrir samfélagið. „Áfengi er hluti dönsku þjóðarsálarinnar og hér í landi þykir sá maður undarlegur sem afþakkar áfengi.  Á þann hátt erum við talsvert frábrugðin ýmsum öðrum þjóðum,“ segir Becker.

mbl.is 23.3.2012

Deila þessari frétt

Nýlegar fréttir

Safn

Flokkar

Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.