Áfengi

Áfengissala dregst saman

Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins segir að sala áfengis í desember síðastliðnum hafi verið 2,6% minni en sama mánuð í fyrra. Sala á rauðvíni og hvítvíni hafi dregist lítillega saman. Þá veki athygli að sala á freyðivíni hafi verið tæpum 10% minni í ár en í fyrra.

Þá segir að ef litið sé á söluna vikuna fyrir áramót, sem sé einn annasamasti tími ársins  þ.e. dagana 27. – 31. desember, hafi  503 þúsund lítrar af áfengi verið seldir í ár, 7% minna en sömu daga í fyrra.

Ef fjöldi viðskiptavina er skoðaður komu 94 þúsund viðskiptavinir í Vínbúðirnar sömu daga,  tæplega 7% færri en í fyrra en þá voru viðskiptavinir um 101 þúsund.  Flestir viðskiptavinir komu 30. desember eða 43.900 viðskiptavinir og þann dag seldust 256 þúsund lítrar af áfengi.

Á árinu 2011 voru seldir 18,4 milljón lítrar af áfengi, 2,7% minna en árið 2010.  Á heildina litið er aukning í sölu á léttvíni en samdráttur í bjór og sterku áfengi.  Alls komu 4.181 þúsund viðskiptavinir í Vínbúðirnar á árinu 2011 í samanburði við 4.256 þúsund árið áður.

mbl.is  3.1.2012

Nýlegar fréttir

Athugasemdir

  Safn

  Flokkar

  Join Over 500,000 Students Enjoying Avada Education Now

  Become Part of Avada University to Further Your Career.

  2018-11-21T14:10:38+00:00

  About the Author:

  Fræðsla og forvarnir

  Sigtúni 42, 105 Rekjavík

  Phone: +354 511 1588