Áfengi

Vill lög um lágmarksverð á áfengi

David Cameron, forsætisráðherra Breta, ætlar að leggja fram frumvarp sem felur í sér að sett verði lágmarksverð á áfengi. Með þessu vill Cameron stuðla að takmarkaðra aðgengi að áfengi og bættri heilsu. Nákvæm útfærsla á þessum aðgerðum Camerons liggur ekki fyrir en líklegt er að ódýrasta vínið verði skattlagt þannig að verðið hækki. Þessar aðgerðir Camerons eru hluti af stærri aðgerðaráætlun gegn áfengisböli. Upphaflega stóð til að kynna aðgerðaráætlunina í næsta mánuði en því hefur verið frestað fram í febrúar.

Heimild: visir.is 28. desember 2011

Deila þessari frétt

Nýlegar fréttir

Safn

Flokkar

Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.

2018-11-21T14:19:21+00:00desember 28, 2011|Categories: Áfengismál, FRÆ fréttir|Tags: , |