Áfengi
Rúm 80% fullorðinna Íslendinga reykja ekki
Nýjar tölur yfir umfang reykinga á Íslandi fyrir árið 2011 sýna að tíðni daglegra reykinga fullorðinna (15–89 ára) helst nokkuð óbreytt frá árinu áður, en verulega hefur dregið úr tíðni daglegra reykinga undanfarin ár.
Árið 2011 reyktu að meðaltali 14,3% fullorðinna daglega en 4,6% sögðust reykja sjaldnar en daglega. Samtals reyktu því 18,9% fullorðinna daglega eða sjaldnar. Eða með öðrum orðum: rúmlega 80% fullorðinna Íslendinga reykir ekki. Samkvæmt rannsóknum reykja u.þ.b. 90% ungmenna í 10. bekk grunnskóla ekki.
Til samanburðar reyktu að meðaltali 19,0% fullorðinna daglega og 3,5% sjaldnar en daglega árið 2007, en það ár tók bann við reykingum á veitingahúsum gildi.
Ofangreindar tölur eru niðurstöður sem birtust í nýútkominni skýrslu Capacent-Gallup, en fyrirtækið sér um árlegar kannanir á umfangi reykinga fyrir Embætti landlæknis. Skýrslan er samantekt úr fjórum síma- og netkönnunum sem unnar voru á tímabilinu febrúar til nóvember 2011.
Umfang reykinga – Samantekt 2011. Febrúar – nóvember 2011 (PDF. 1,4 MB)
Frá þessu segir á vefsíðu Embættis landlæknis
Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.