Kvíði

Fundur um jólakvíða

EA samtökin bjóða upp á sinn árlega fund um jólakvíða, fimmtudaginn 8. desember nk. kl. 18.00 í kórkjallara Hallgrímskirkju.  Það er því miður vaxandi hópur fólks sem er að berjast við mikinn kvíða og streitu þessa dagana, t.d. vegna ástvinamissis, hjónaskilnaðar, fjárhagserfiðleika, fjölskylduvanda eða sjúkdóma, sem erfitt er að sætta sig við.  EA samtökin bjóða upp á 12 spor tilfinninga til gleðilegra jóla.

Félagar í EA deild Hallgrímskirkju vonast til að sem flestir getið komið og kynnt sér hvað þessi samtök hafa gert fyrir okkur og hvað þau geta gert fyrir þig.
Allir eru hjartanlega velkomnir.

Deila þessari frétt

Nýlegar fréttir

Safn

Flokkar

Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.