Ráðgjafar

Ráðgjafarskóli Íslands útskrifar 26 nemendur

Ráðgjafaskóli Íslands og Forvarnaskólinn útskrifuðu 10. desember sl. 26 nemendur við hátíðlega athöfn sem fram fór í húsnæði Háskóla Íslands. Af 26 nemendum skólanna sem stunduðu þar nám í vetur voru 18 þeirra í ráðgjafanámi og 8 nemendur í forvarnanámi.  Ráðgjafanámið undirbýr nemendur fyrir frekara nám í ráðgjöf og viðtalstækni en forvarnaskólinn undirbýr fólk fyrir þátttöku við gerð og útfærslu forvarnastarfs, áætlanagerð eða aðra verkefnavinnu í forvörnum.  Skólarnir hafa starfað síðan 2004, aðalkennarar og skólastjórar eru þeir Stefán Jóhannsson, MA fjölskylduráðgjafi og Árni Einarsson, MA uppeldis- og menntunarfræðingur.

Deila þessari frétt

Nýlegar fréttir

Safn

Flokkar

Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.