Allsgáð
Allsgáð erum við með allt á hreinu!
Nú þegar stærsta ferðahelgi sumarsins er framundan þarf að huga að ýmsu varðandi velferð og ábyrgð foreldra barna og unglinga. Margar rannsóknir hafa ma. sýnt að sumarið á milli grunnskóla og framhaldsskóla byrja margir unglingar að neyta fíkniefna í fyrsta sinn, oft með slæmum afleiðingum. Með aukinni umferð og þátttöku fjölda fólks í útihátíðum um land allt geta skapast aðstæður sem flestir vilja forðast. Ölvun fólks getur skipt sköpum við þessar aðstæður og ráðið því hvort ferðalagið fari úr böndum. Ýmislegt má gera til að tryggja farsæla heimkomu og góðar minningar allra í fjölskyldunni um skemmtilega verslunarmannahelgi. Verkefnið „Allsgáð erum við með allt á hreinu“ beinir athygli fólks að atriðum sem þarf að hafa í huga til að forðast afleiðingar vímuefnaneyslu, ábendingar sem nálgast má hér á vefsíðunni.
Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.