Áfengi

Hvað stendur ekki á vínflösku?

Núna í júlí var lögð fram tillaga í Evrópuþinginu um merkingar matvæla en þar eru áfengir drykkir undanþegnir innihaldsmerkingum. Löggjöfin tekur gildi í haust en aðildarþjóðir hafa 3-5 ár til að koma lögunum í framkvæmd. Þrátt fyrir þessa niðurstöðu er gert ráð fyrir að framkvæmdanefndin leggi á næstu árum fram nákvæmari tillögur um nána merkingu áfengra drykkja sem innihalda meira en 1.2% alkóhól. EUROCARE (Evrópusamtök um áfengismálastefnu) hafa lýst yfir miklum vonbrigðum með þessa löggjöf Evrópuþingsins um innihaldslýsingar matvæla, þar sem undanskildir eru áfengir drykkir. Þetta er þrátt fyrir þá staðreynd að í áfengi er hátt innihald kaloría, kolvetnis og aukaefna sem notuð eru við framleiðslu áfengis og geta valdið m.a. óþoli og ofnæmi hjá neytanda. „Við teljum að við eigum öll að hafa rétt til að taka upplýstar ákvarðanir við vöruval en núna fáum við bara að vita hvað er í flösku með ávaxtasafa en ekki í flösku með áfengi“, segir Marian Skar, framkvæmdastjóri EUROCARE. „Við erum mjög vonsvikin og umhugað um þessa undanþágu á áfengi.  Innihaldsmerking áfengra drykkka myndi gera neytendum kleift að taka upplýsta ákvörðun um mataræði þeirra og heilsu. Þetta er einnig bitur áminning um ótrúleg áhrif áfengisiðnaðarins á stjórnmálamenn og við furðum okkur í raun á hvað það er í drykkjum okkar sem framleiðendur eru svo hræddir við að upplýsa,“ sagði Marian Skar á heimasíðu EUROCARE.

Deila þessari frétt

Nýlegar fréttir

Safn

Flokkar

Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.