Ölvunarakstur
Slysum vegna ölvunaraksturs fækkar

Í slysaskýrslu Umferðarstofu fyrir árið 2010 kemur fram að umtalsverð fækkun hefur orðið á slysum þar sem ölvaðir ökumenn koma við sögu. Fjöldi ölvaðra ökumanna sem valda slysum með meiðslum eða dauða voru 44 í fyrra en árið á undan voru þeir 51.
Þegar slysatölur undanfarinna 10 ára eru skoðaðar þá kemur í ljós að meðalfjöldi ölvaðra ökumann sem valda slysum er tæplega 48. Það vekur athygli hve mikill fjöldi ökumanna olli slysum undir áhrifum áfengis árin 2007 og 2008 en fyrra árið voru þeir 57 en fjöldi þeirra náði síðan hámarki árið eftir en þá voru þeir 74. Síðan þá hefur þeim fækkað umtalsvert.
Þrátt fyrir þessa fækkun er akstur undir áhrifum áfengis og annarra vímuefna enn ein algengasta orsök alvarlegra umferðarslysa og svo virðist sem afleiðingar þeirra séu í mörgum tilfellum mun alvarlegri en þegar aðrir örsakaþættir koma við sögu. Ölvun kemur við sögu í u.þ.b. 20% allra banaslysa í umferðinni.
Tekið skal fram að inni í þessum tölum er ekki fjöldi ökumanna sem voru undir áhrifum annarra vímuefna en áfengis.
Skráðu þig á póstlista og fáðu nýjustu fréttir frá Fræðslu og forvörnum.